Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   mán 13. júlí 2020 20:50
Ester Ósk Árnadóttir
Óli Stefán: Snýst meira um andlegu hliðina en leikfræði
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Algjörlega kaflaskipt, ég var alveg brjálaður yfir spilamennskunni í fyrri hálfleik. Komumst yfir, draumabyrjun en svo verðum við litlir í okkur og skortur á hugrekki og áræðni sem þú þarft, " sagði Óli Stefán eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 Fjölnir

Óla fannst spilamennska KA betri í seinni hálfleik.

„Á móti var ég rosalega ánægður með frammistöðuna í seinni hálfleik. Við tókum algjörlega yfir leikinn, tengdum betur saman sendingar og fórum í okkar trend. Við fundum frábærar stöður en svo vantaði bara svon áræðni á þetta síðasta smiðshögg. "

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og voru áhorfendur komnir með nóg af háum boltum sem svifu á báða bóga. Spurður út í hvort liðið hafi mikið verið í kick and run bolta hafði hann þetta að segja.

„Nei alls ekki. Í fyrri hálfleik vorum við ekki að tengja mikið saman en í seinni hálfleik fannst mér við þora að halda boltanum betur. Við fórum mjög vel yfir þetta í hálfleik. Við vildum finna svæðin og leita í réttu svæðin. Mér fannst við gera það mjög vel í seinni hálfleik. "

Aron Dagur gerðist sekur um slæm mistök á móti Fylki í síðasta leik og varði ekki mark KA manna í dag heldur var það Jajalo.

„Aron Dagur er ungur markmaður. Hann hefur staðið sig frábærlega hjá okkur. Hann hefur verið einn af okkar betri mönnum í sumar. Hann lendir í því að gera þessi mistök og það er mjög stutt á milli leikja. Ég var að rótera fleiri leikmönnum en honum. Aron heldur bara áfram og kemur sterkur inn. Hann er okkar markmaður og fær fullt traust frá okkur. "

KA spilar þriggja manna varnarlínu og hafa verið gagnrýndir fyrir það. Sömuleiðis hefur tvístrast úr hópnum vegna meiðsla.

„Við erum að reyna að leysa áföll sem við urðum fyrir. Okkar mat er að við höfum hópinn í að spila þriggja manna vörn betur en með tvo hafsenta. Við höldum áfram að reyna að gera okkar besta úr því uppleggi. Rodrigo spilaði frábærlega í dag og hefur verið að gera það. Við reynum að setja upp okkar sterkasta lið hverju sinni enda snýst þetta ekki um leikfræði. Mér finnst þetta snúast meira um andlegu hliðina, fá sjálfstraustið sem er erfitt þegar þú ert ekki að fá sigra. "

KA tekur á móti Gróttu á laugardaginn.

„Stutt stóra högga á milli í þessu. Grótta er alveg með fínasta lið. Við þurfum að vera upp á okkar besta til að fá eitthvað út úr þessum leikjum. Við þjálfarateymið setjumst núna niður og reynum að stilla liðið af þannig að við náum í okkar fyrsta sigur. "

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner