Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   mán 13. júlí 2020 20:50
Ester Ósk Árnadóttir
Óli Stefán: Snýst meira um andlegu hliðina en leikfræði
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Algjörlega kaflaskipt, ég var alveg brjálaður yfir spilamennskunni í fyrri hálfleik. Komumst yfir, draumabyrjun en svo verðum við litlir í okkur og skortur á hugrekki og áræðni sem þú þarft, " sagði Óli Stefán eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 Fjölnir

Óla fannst spilamennska KA betri í seinni hálfleik.

„Á móti var ég rosalega ánægður með frammistöðuna í seinni hálfleik. Við tókum algjörlega yfir leikinn, tengdum betur saman sendingar og fórum í okkar trend. Við fundum frábærar stöður en svo vantaði bara svon áræðni á þetta síðasta smiðshögg. "

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og voru áhorfendur komnir með nóg af háum boltum sem svifu á báða bóga. Spurður út í hvort liðið hafi mikið verið í kick and run bolta hafði hann þetta að segja.

„Nei alls ekki. Í fyrri hálfleik vorum við ekki að tengja mikið saman en í seinni hálfleik fannst mér við þora að halda boltanum betur. Við fórum mjög vel yfir þetta í hálfleik. Við vildum finna svæðin og leita í réttu svæðin. Mér fannst við gera það mjög vel í seinni hálfleik. "

Aron Dagur gerðist sekur um slæm mistök á móti Fylki í síðasta leik og varði ekki mark KA manna í dag heldur var það Jajalo.

„Aron Dagur er ungur markmaður. Hann hefur staðið sig frábærlega hjá okkur. Hann hefur verið einn af okkar betri mönnum í sumar. Hann lendir í því að gera þessi mistök og það er mjög stutt á milli leikja. Ég var að rótera fleiri leikmönnum en honum. Aron heldur bara áfram og kemur sterkur inn. Hann er okkar markmaður og fær fullt traust frá okkur. "

KA spilar þriggja manna varnarlínu og hafa verið gagnrýndir fyrir það. Sömuleiðis hefur tvístrast úr hópnum vegna meiðsla.

„Við erum að reyna að leysa áföll sem við urðum fyrir. Okkar mat er að við höfum hópinn í að spila þriggja manna vörn betur en með tvo hafsenta. Við höldum áfram að reyna að gera okkar besta úr því uppleggi. Rodrigo spilaði frábærlega í dag og hefur verið að gera það. Við reynum að setja upp okkar sterkasta lið hverju sinni enda snýst þetta ekki um leikfræði. Mér finnst þetta snúast meira um andlegu hliðina, fá sjálfstraustið sem er erfitt þegar þú ert ekki að fá sigra. "

KA tekur á móti Gróttu á laugardaginn.

„Stutt stóra högga á milli í þessu. Grótta er alveg með fínasta lið. Við þurfum að vera upp á okkar besta til að fá eitthvað út úr þessum leikjum. Við þjálfarateymið setjumst núna niður og reynum að stilla liðið af þannig að við náum í okkar fyrsta sigur. "

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner