Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   þri 13. ágúst 2024 12:30
Elvar Geir Magnússon
Víkingur reyndi við Viktor Jóns og vill fá Fred
Víkingur vill fá Fred.
Víkingur vill fá Fred.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Félagaskiptaglugganum verður lokað á miðnætti en Íslands- og bikarmeistarar Víkings eru að reyna að styrkja sig fyrir komandi átök. Liðið trónir á toppi deildarinnar, er á leið í bikarúrslit og í dauðafæri á að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net gerði Víkingur tilraun til að fá Viktor Jónsson, markahæsta leikmann Bestu deildarinnar, en Skagamenn eru alls ekki tilbúnir að selja hann. Viktor er uppalinn hjá Víkingi.

Þá vill Víkingur fá Brasilíumanninn Fred, einn besta leikmann Fram. Fred gekk í raðir Fram árið 2018 og hefur verið einn skemmtilegasti leikmaður íslenska boltans síðan.

Á fimmtudag leikur Víkingur seinni leik sinn gegn Flora Tallinn í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Fyrri leikurinn endaði 1-1 en með sigri í Eistlandi kemst Víkingur í umspilseinvígi um sæti í riðlakeppninni.
Athugasemdir
banner
banner