Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 13. september 2020 21:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: HK hafði betur gegn ÍA í fjörugum leik
Skoraði sigurmarkið.
Skoraði sigurmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK 3 - 2 ÍA
1-0 Ásgeir Marteinsson ('23 )
2-0 Ólafur Örn Eyjólfsson ('27 )
2-1 Lars Marcus Johansson ('30 )
2-2 Stefán Teitur Þórðarson ('34 )
3-2 Jón Arnar Barðdal ('59 )
Lestu nánar um leikinn

HK hafði betur gegn ÍA þegar liðin áttust við í Kórnum í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Fyrri hálfleikurinn var mikil skemmtun. HK komst í 2-0 með stuttu millibli um miðbik hálfleiksins, en ÍA svaraði því mjög vel. Ásgeir Marteinsson og Ólafur Örn Eyjólfsson komu HK í 2-0. Marcus Johansson minnkaði muninn þegar hálftími var liðinn af leiknum og Stefán Teitur Þórðarson jafnaði svo metin á 34. mínútu.

„HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA?!?" skrifaði Baldvin Már Borgarsson í beinni textalýsingu eftir að Stefán Teitur kom boltanum í netið.

Fyrri hálfleikurinn var frábær og staðan að honum loknum 2-2. HK tók aftur forystuna á 59. mínútu þegar Jón Arnar Barðdal skoraði eftir stórkostlegan undirbúning frá Ásgeiri Marteinssyni.

Skagamenn áttu heiðarlega tilraun til að jafna undir lokin þegar Sindri Snær Magnússon reyndi bakfallsspyrnu eftir langt innkast. Arnar Freyr var hins vegar vel staðsettur og varði. ÍA náði ekki að jafna og lokatölur 3-2 fyrir HK-inga.

HK er í sjöunda sæti með 17 stig og ÍA er í níunda sæti með 14 stig, átta stigum frá fallsvæðinu.

Önnur úrslit:
Pepsi Max-deildin: Stjarnan stal stigunum í Vesturbæ
Pepsi Max-deildin: KA kom sér átta stigum frá fallsvæðinu
Pepsi Max-deildin: Lennon með tvö í sigri FH á Blikum

Núna er í gangi leikur Vals og Víkings á Hlíðarenda. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner