Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 13. september 2020 21:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Sjö sigrar í röð og sjö stiga forskot hjá Val
Sjö er talan.
Sjö er talan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 2 - 0 Víkingur R.
1-0 Aron Bjarnason ('53 )
2-0 Sigurður Egill Lárusson ('85 )
Lestu nánar um leikinn

Valsmenn eru komnir með sjö stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar eftir sigur á Víkingi á heimavelli.

Það var mikill hiti og ágætt magn af færum í fyrri hálfleik, en engin mörk. Snemma í seinni hálfleiknum kom fyrsta markið.

„Haukur Páll rennir boltanum innfyrir á Aron Bjarnason. Kári rennir sér fyrir hann en Aron heldur boltanum og neglir honum niðri í nær hornið. Alvöru mark hjá Aroni!" skrifaði Anton Freyr Jónsson í beinni textalýsingu þegar Aron Bjarnason kom heimamönnum yfir á 53. mínútu.

Víkingar voru flottir í fyrri hálfleik, en þeir byrjuðu seinni hálfleikinn ekki nægilega vel. Á 85. mínútu, þegar Víkingar voru í leit að jöfnunarmarkinu, kláruðu Valsmenn leikinn. Sigurður Egill Lárusson skoraði þá eftir að Kaj Leo í Bartalsstovu stal boltanum af Sölva Geir Ottesen.

Valur hefur unnið sjö deildarleiki í röð og er með sjö stiga forskot á toppnum. Stjarnan er í öðru sæti en á leik til góða á Val. Víkingur er í áttunda sæti með 14 stig.

Önnur úrslit:
Pepsi Max-deildin: Stjarnan stal stigunum í Vesturbæ
Pepsi Max-deildin: KA kom sér átta stigum frá fallsvæðinu
Pepsi Max-deildin: Lennon með tvö í sigri FH á Blikum
Pepsi Max-deildin: HK hafði betur gegn ÍA í fjörugum leik
Athugasemdir
banner
banner
banner