Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 13. september 2020 23:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Sjáum hvað gerist eftir tímabilið"
Stefán í leik gegn KR í sumar.
Stefán í leik gegn KR í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Stefán Teitur Þórðarson er líklega á förum frá ÍA eftir tímabilið.

Hann hefur verið sterklega orðaður við ríkjandi Íslandsmeistara KR. Stefán Teitur er samningsbundinn ÍA út næsta tímabil en þessi 21 árs leikmaður hefur verið undir smásjá félaga á norðurlöndunum einnig.

Stefán Teitur fór í viðtal við Fótbolta.net í kvöld eftir 3-2 tap gegn HK í Kórnum.

Hann var spurður út í sögusagnir um KR og hvernig honum litist á blikuna fyrir það sem gerist eftir tímabil.

„Ég hlakka til," sagði hann. „Ég ætla að halda áfram með ÍA og svo sjáum við hvað gerist eftir tímabilið."

Viðtalið er í heild sinni hér að neðan.
Stefán Teitur: Töpum leikjum ef við verjumst svona
Athugasemdir
banner
banner
banner