Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 18. september 2025 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Leikmenn Mónakó á brókinni einni klæða eftir að loftræstingarkerfið bilaði
Mynd: EPA
Leikmenn Mónakó lentu óskemmtilegri lífsreynslu á ferðalagi sínu í Meistaradeildarleikinn gegn Club Brugge í gær.

Mónakó á útileik gegn Brugge í 1. umferð í deildarkeppni Meistaradeildarinnar og var því flogið frá Mónakó til Bruges.

Loftræstingarkerfið í flugvélinni bilaði og varð hitinn óbærilegur þannig að leikmenn neyddust til að afklæðast og voru á brókinni einni klæða.

Einhverjum leikmönnum fannst þetta að vísu fyndið og gerðu þeir í því að setja myndbönd á samfélagsmiðla til að sýna fylgjendum sínum frá þessari sérstöku upplifun.

Mónakó spilar við Brugge klukkan 19:00 í kvöld.


Athugasemdir