Lionel Messi, einn besti fótboltamaður allra tíma, mun framlengja samning sinn við bandaríska félagið Inter Miami, en þetta herma heimildir ESPN.
Messi er á þriðja tímabili sínu með Miami og er enn að skila fáránlegum tölum þrátt fyrir að vera 38 ára gamall.
Hann hefur umturnað leik Miami síðan hann kom til félagsins og unnið tvo titla.
Argentínumaðurinn hefur komið að 92 mörkum í 75 leikjum sínum með Miami og er þegar næst markahæstur í MLS-deildinni á þessu tímabili með 20 mörk, einu marki frá Sam Sturridge.
Miklar vangaveltur hafa verið um framtíð hans og einhverjir miðlar orðað hann við uppeldisfélagið, Newell's Old Boys, en ESPN segist hafa heimildir fyrir því að hann verði áfram í Miami.
Miðillinn segir að viðræðum miðar örugglega áfram og að nú sé verið að leggja lokahönd á samkomulagið. Það verður síðan kynnt á næstu vikum.
Stórar fréttir fyrir Miami ef þetta gengur upp, en liðið á enn möguleika á að verða deildarmeistari þetta árið. Miami er í 6. sæti með 49 stig, er átta stigum frá toppliðinu og á þrjá leiki inni.
Athugasemdir