Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   þri 13. september 2022 16:00
Elvar Geir Magnússon
Berlusconi lét þjálfarann fara eftir fimm umferðir
Nýliðar Monza í ítölsku A-deildinni eru búnir að reka þjálfarann Giovanni Stroppa. Formaður og eigandi Monza er enginn annar en Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu.

Framundan er leikur gegn Juventus og hefur unglingaþjálfarinn Raffaele Palladino verið hækkaður um tign og stýrir Monza í þeim leik.

Berlusconi er ekki ánægður með byrjun Monza sem er með eitt stig að loknum fimm umferðum. Þetta er fyrsta tímabil liðsins í ítölsku A-deildinni.

Berlusconi var hundóánægður með leikaðferð Stroppa í 1-1 jafntefli gegn Lecce.

Það er spurning hvort Palladino verði aðalþjálfari tímabundið eða til frambúðar. Claudio Ranieri er meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við starfið.

Stroppa er annar þjálfarinn í ítölsku A-deildinni til að taka pokann sinn á þessu tímabili. Bologna rak Sinisa Mihajlovic og var Thiago Motta ráðinn í hans stað.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 10 3 5 2 12 12 0 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
17 Pisa 10 0 6 4 7 14 -7 6
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner
banner