Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 13. október 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Fjórir erlendir leikmenn fara frá Hetti/Huginn
Fernando Garcia Castellanos - Ferran í leik með Hetti/Huginn í sumar.
Fernando Garcia Castellanos - Ferran í leik með Hetti/Huginn í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fernando Garcia Castellanos, Jesus Perez Lopez, Samuel Hernandez Gomez og Knut Erik Myklebust hafa allir haldið til síns heima eftir að hafa spilað með Hetti/Huginn í 3. deildinni í sumar.

„Þetta þýðir að allir erlendu leikmenn sem komu til okkar í sumar eru núna farnir og þökkum við þeim kærlega fyrir samveruna og framlag sitt," segir á Facebook síðu Hattar/Hugins.

„Fyrir ákvörðuninni liggja ástæður tengdar atvinnu og húsnæði en stærsta ástæðan er alger óvissa með áframhald mótsins og kostnaðurinn sem fylgir þeirri óvissu. Þá höfðu leikmenn óskað þess að fá að snúa til síns heima þar sem þeir eiga sér líf utan boltans."

„Sú staða sem ríkir núna er erfið fyrir mörg félög og er Höttur/Huginn ekki undanskilið því að finna duglega fyrir ástandinu."


Höttur/Huginn er í 10. sæti í 3. deild þegar tveir leikir eru eftir. Liðið á eftir að mæta Sindra á heimavelli og Ægi á útivelli. Liðið myndi halda sér uppi á meðalfjölda stiga ef Íslandsmótið yrði flautað af.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner