Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   mán 13. október 2025 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: 433 
Gylfi: Yndislegt að spila með honum
Fagnað í leikslok gegn FH þegar titillinn var tryggður.
Fagnað í leikslok gegn FH þegar titillinn var tryggður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valdimr og Gylfi.
Valdimr og Gylfi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson vann sinn fyrsta titil á ferlinum fyrr í þessum mánuði þegar Víkingur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í þriðja sinn á síðustu fimm árum.

Gylfi átti gott tímabil á miðjunni, færðist aftar á miðjuna eftir að hafa byrjað mótið hægt.

Gylfi spilaði við hliðina á Daníel Hafsteinssyni á miðjunni og fyrir framan þá var Valdimar Þór Ingimundarson.

Gylfi var til viðtals hjá Herði Snævari Jónssyni í Íþróttavikunni á 433 og var hann spurður út í liðsfélaga á miðjunni.

„Það er mjög gott að spila með Daníel, góður í fótbolta, með sprengikraft. Mjög rólegur á boltann, vill fá hann og er með geggjuð skot og fyrirgjafir. Það er yndislegt að spila með honum og við náum held ég mjög vel saman," segir Gylfi.

Gerðu grín að Valdimar í klefanum
Valdimar virtist vilja fara frá Víkingi í sumar, Valur reyndi að fá hann en Víkingur sagði nei. Gylfi ræddi við hann.

„Við ræddum alveg saman, ég held að það hafi kannski verið gert meira úr þessu en staðreyndirnar voru. Ég held að hann hafi verið frekar rólegur sjálfur, ef þú þekkir Valdimar þá er hann með mikið keppnisskap en segir ekkert mikið og er ekki með nein leiðindi. Ég held að það hafi aldrei verið nein leiðindi, meira verið að gera grín að honum í klefanum. Hann hló bara að þessu sjálfur, við vorum mjög rólegir yfir þessu. Kári (Árnason) hefði ekki hleypt honum í burtu nema í topplið erlendis," segir Gylfi.
Athugasemdir
banner
banner