Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   fös 13. desember 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vestri byrjar að fylla í götin - Kantmaður frá Gana fyrstur inn (Staðfest)
Mynd: Vestri
Vestri hefur nælt í Emmanuel Agyeman Duah en hann skrifar undir þriggja ára samning við félagið.

Duah er 21 árs gamall Ganverji en hann spilar sem kantmaður.

Hann spilaði síðast með færeyska liðinu HB en hefur einnig leikið með Eskilstuna og Hammarby í Svíþjóð.

Hann var hluti af u20 liði Gana sem varð heimsmeistari árið 2002.

Vestri er því farið að styrkja sig fyrir næstu leiktíð en margir leikmenn hafa yfirgefið félagið í vetur.

Komnir
Birkir Eydal frá Herði

Farnir
Benedikt V. Warén í Stjörnuna
Andri Rúnar Bjarnason í Stjörnuna
William Eskelinen
Gunnar Jónas Hauksson
Ibrahima Balde í Þór
Jeppe Gertsen
Aurelien Norest
Benjamin Schubert
Inaki Rodriguez
Marvin Darri Steinarsson

Samningslausir
Silas Songani (1989)
Elvar Baldvinsson (1997)
Athugasemdir
banner
banner