Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 14. janúar 2025 20:38
Elvar Geir Magnússon
Valur samþykkti tilboð Fram í Bjarna Mark
Bjarni Mark er líklega á leið í Fram.
Bjarni Mark er líklega á leið í Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur hefur samþykkt tilboð frá Fram í miðjumanninn Bjarna Mark Duffield.

Þetta fullyrti Leó Reynisson á samfélagsmiðlinum X og Fótbolti.net hefur sömu heimildir. Fram gerði tilboð í Bjarna og eftir viðræður við Val hafi náðst samkomulag um kaupverð.

Bjarni er 29 ára og kom til Vals frá Start í Noregi á síðasta ári. Hann lék nítján af 27 leikjum Vals í Bestu deildinni og skoraði eitt mark.

Þegar Birkir Heimisson gekk aftur i raðir Vals var ljóst að Bjarni myndi fá aukna samkeppni um sæti í liðinu.

Nú er útlit fyrir að Bjarni Mark sé á leið í Úlfarsárdalinn en Fram endaði í níunda sæti Bestu deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner