Augsburg 0 - 0 RB Leipzig
Augsburg tók á móti RB Leipzig í eina leik kvöldsins í þýska boltanum. Liðin mættust í 22. umferð og gat Leipzig jafnaði Eintracht Frankfurt á stigum í þriðja sæti deildarinnar með sigri, á meðan Augsburg byrjaði leikinn um miðja deild.
Úr varð mikill baráttuleikur þar sem hvorugt lið opnaði vörnina sína og því var mjög lítið um færi.
Bæði lið fengu sín hálffæri en ekkert mark leit dagsins ljós. Niðurstaðan markalaust jafntefli.
Leipzig er því áfram í fjórða sæti deildarinnar eftir þennan leik, með 37 stig eftir 22 umferðir. Augsburg er í tólfta sæti með 28 stig.
Athugasemdir