Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Vals, var í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær orðaður við Breiðablik. Fótbolta.net barst svo ábending í morgun að Gylfi væri að fara í Breiðablik.
Fótbolti.net hafði samband við Arnór Smárason, yfirmann fótboltamála hjá Val, og sagði hann að Gylfi væri alls ekki að fara.
„Gylfi er samningsbundinn Val og það hefur ekkert tilboð borist inn á okkar borð," segir Arnór.
Fótbolti.net hafði samband við Arnór Smárason, yfirmann fótboltamála hjá Val, og sagði hann að Gylfi væri alls ekki að fara.
„Gylfi er samningsbundinn Val og það hefur ekkert tilboð borist inn á okkar borð," segir Arnór.
Gylfi er besti og markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi og átti langan og farsælan feril í atvinnumennsku áður en hann sneri heim fyrir tæplega ári síðan. Hann er samningsbundinn Val út tímabilið.
Víkingur bauð í hann fyrr í vetur en Valur hafnaði því tilboði. Gylfi er uppalinn hjá FH, fór í Breiðablik í 4. flokki og var svo seldur til Reading.
Athugasemdir