Thomas Tuchel hefur opinberað sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari Englands og hann er mjög áhugaverður. Liðið er að fara að mæta Albaníu og Lettlandi í undankeppni HM.
Jarell Quansah, 22 ára varnarmaður Liverpool, er í hópnum og gæti því leikið sinn fyrsta landsleik. Quansah hefur leikið tíu úrvalsdeildarleiki á tímabilinu.
Hinn 34 ára gamli Jordan Henderson, sem nú spilar fyrir Ajax, er einnig í hópnum og það kemur líka á óvart. Kyle Walker, leikmaður AC Milan, er valinn en Tuchel fann hinsvegar ekki pláss fyrir Jarrad Branthwaite, miðvörð Everton.
Eins og við greindum frá í morgun þá hefur Dan Burn hjá Newcastle United óvænt verið valinn. Hann er 32 ára og hefur ekki spilað fyrir landsliðið. Myles Lewis-Skelly, 18 ára leikmaður Arsenal, gæti einnig leikið sinn fyrsta landsleik.
Marcus Rashford er mættur aftur í hópinn eftir árs fjarveru og liðsfélagi hans hjá Aston Villa, Morgan Rogers, fær einnig kallið.
Markverðir:
Jordan Pickford
Dean Henderson
Aaron Ramsdale
James Trafford
Varnarmenn:
Marc Guehi
Reece James
Levi Colwill
Ezri Konsa
Tino Livramento
Jarell Quansah
Dan Burn
Kyle Walker
Myles Lewis-Skelly
Miðjumenn:
Jude Bellingham
Eberechi Eze
Jordan Henderson
Curtis Jones
Cole Palmer
Declan Rice
Morgan Rogers
Sóknarmenn:
Anthony Gordon
Jarrod Bowen
Phil Foden
Marcus Rashford
Dominic Solanke
Harry Kane
Athugasemdir