Thomas Tuchel opinberar í dag sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari Englands. Liðið er að fara að mæta Albaníu og Lettlandi í undankeppni HM.
Það er farið að leka út í fjölmiðla hverjir verða valdir en The Athletic greinir frá því að Marcus Rashford sé valinn að nýju. Framherjinn hefur ekki verið valinn síðan í mars í fyrra en hann hefur staðið sig vel hjá Aston Villa á láni frá Manchester United.
Það er farið að leka út í fjölmiðla hverjir verða valdir en The Athletic greinir frá því að Marcus Rashford sé valinn að nýju. Framherjinn hefur ekki verið valinn síðan í mars í fyrra en hann hefur staðið sig vel hjá Aston Villa á láni frá Manchester United.
Telegraph segir að Morgan Rogers hjá Villa hafi einnig verið valinn í hópin.
BBC segir að óvænt nafn verði í hópnum, Dan Burn varnarmaður Newcastle. Burn getur spilað sem miðvörður eða vinstri bakvörður og fær tækifæri þar sem John Stones, Harry Maguire, Joe Gomez og Lewis Hall eru allir á meiðslalistanum. Burn er 32 ára og hefur aldrei leikið landsleik.
Hinn 18 ára gamli Myles Lewis-Skelly hjá Arsenal fær einnig kallið frá Tuchel og gæti spilað sinn fyrsta landsleik. Lewis-Skelly hefur slegið í gegn á þessu tímabili og hefur aðallega leikið sem vinstri bakvörður en getur einnig spilað á miðjunni.
Eins og gengur og gerist þurfa einhverjir leikmenn að bíta í það súra epli að vera ekki valdir. Jack Grealish hjá Manchester City er ekki í hópnum.
Athugasemdir