Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 14. apríl 2024 12:30
Aksentije Milisic
Hörmungar mistök hjá markverði Burnley kostaði stig annan leikinn í röð
Arijanet Muric.
Arijanet Muric.
Mynd: EPA

Arijanet Muric, markvörður Burnley, hefur verið að fá sénsinn í marki nýliðana að undanförnu. James Trafford hefur spilað stærsta hluta tímabilsins en hann hefur mikið verið gagnrýndur.


Muric hefur enganveginn gripið tækifærð en hann gerði hörmungar mistök í þar síðustu umferð þegar Everton vann Burnley með einu marki gegn engu. Dominic Calvert-Lewin pressaði þá á Muric sem hékk lengi á boltanum og þrumaði honum svo í Lewin og í netið.

Í gær var Burnley í forystu gegn Brighton á heimavelli og þá fékk Muric einfalda sendingu til baka frá varnarmanni Burnley. Á einhvern ótrúlegan hátt náði Muric ekki að taka á móti boltanum og hann rúllaði í netið.

Gjörsamlega hörmungar mistök tvo leiki í röð og hafa þau verið að kosta Burnley rosalega dýrmæt stig. Hér fyrir neðan má sjá markið skrautlega í gær í leik sem endaði 1-1.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Ipswich Town 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leicester 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Southampton 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner