Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 14. apríl 2024 16:50
Aksentije Milisic
Mjólkurbikarinn: Þór fór létt með KFA - Augnablik komst áfram
Alexander Már Þorláksson.
Alexander Már Þorláksson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Þór 5-1 KFA
1-0 Fannar Daði Malmquist Gíslason ('3) 
2-0 Rafael Victor ('23)
3-0 Abdelhadi Khalok El Bouzarrari, sjálfsmark ('36)
4-0 Fannar Daði Malmquist Gíslason ('59)
4-1 Tómas Atli Björgvinsson ('62)
5-1 Alexander Már Þorláksson ('81)
Lestu um leikinn hér.


Þórsarar eru komnir í 32 liða úrslit Mjólkurbikarsins en dregið verður á morgun. Liðið mætti 2. deildarliði KFA í Boganum í dag og vann Lengjudeildarliðið afar sannfærandi sigur.

Staðan var 3-0 í hálfleik þar sem Fannar Daði Malmquist og Rafael Victor skoruðu fyrir Þórsara. Þá var eitt markanna sjálfsmark frá Abdelhadi Khalok El Bouzarrari.

Þórsarar héldu áfram í síðari hálfleiknum og bættu þá við tveimur mörkum. Fannar Daði skoraði annað mark sitt á 59. mínútu og Alexander Már Þorláksson sá um fimmta og síðasta mark leiksins. Tómas Atli Björgvinsson hafði minnkað muninn í 4-1 fyrir KFA í millitíðinni.

Þá vann Augnablik 5-2 sigur á Kormáki/Hvöt í Fífunni og komst þar með í pottinn góða.





Athugasemdir
banner
banner
banner