Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. maí 2019 14:52
Arnar Daði Arnarsson
Óli Kristjáns: Skagamenn eru á eldi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stórleikur 4. umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla fer fram annað kvöld á Akranesi þegar ÍA og FH mætast.

Bæði lið eru með sjö stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar með jafn mörg stig og Breiðablik sem situr á toppi deildainnar.

„Það er nóg að gera þessa dagana og maður getur varla litið upp frá því að horfa á fótbolta. Það er stemning í því," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH.

„Það verður gaman að fara upp á Skaga. Þeir eru á eldi og hala inn stigum alveg hægri vinstri og halda áfram á því runni sem þeir voru á, í vetur. Þetta verður verðugt verkefni."

Davíð Þór Viðarsson hefur verið að koma til baka eftir meiðsli. Óli segir að staðan sé fín á honum en hann sé að reyna bæta leikformið.

„Honum vantar leikform en hann hefur verið að fá mínútur í síðustu leikjum. Við þurfum að fara fá hann í stand og við munum spila honum í stand áfram."

Steven Lennon hefur aðeins spilað sex mínútur með FH-liðinu í sumar. Það var í 1. umferðinni þegar hann kom inná sem varamaður undir lok leiks.

„Lennon er miklu skárri núna. Það er spurning hvort hann verði klár á morgun en vonandi verður hann klár í leikinn gegn Val í 5. umferðinni," sagði Ólafur Kristjánsson að lokum.

Leikir 4. umferðar:
HK - ÍBV (18:45 á morgun)
KA - Breiðablik (19:15 á morgun)
ÍA - FH (19:15 á morgun)
Víkingur R. - Stjarnan (19:15 á morgun)
Fylkir - Valur (19:15 á fimmtudag)
Grindavík - KR (19:15 á fimmtudag)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner