Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 14. maí 2022 13:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Völsungur án sóknarmannsins sem gerði 20 mörk í 19 leikjum
Sæþór Olgeirsson.
Sæþór Olgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Sóknarmaðurinn Sæþór Olgeirsson er ekki í leikmannahópi Völsungs gegn Reyni Sandgerði í 2. deild í dag. Hann var ekki heldur með í fyrstu umferð 1-3 sigri gegn Víkingi Ólafsvík.

Það var rætt um það í Ástríðunni á dögunum að Sæþór sé að glíma við meiðsli og spurning væri hvort hann myndi vera með á tímabilinu.

„Hann er mjög ólíklega að fara að spila í sumar... hann er að glíma við þrálát ökklameiðsli," sagði Sverrir Mar Smárason í hlaðvarpinu sem má hlusta á hér að neðan.

Það er ljóst að það yrði mikið áfall fyrir Völsung ef Sæþór verður ekki með á leiktíðinni. Hann skoraði 20 mörk í 19 leikjum með liðinu í 2. deild á síðustu leiktíð og er helsti markaskorari liðsins.

Hann gerði jafnframt 23 mörk í 21 leik í deildinni árið 2017.

Leikur Völsungs og Reynis var að hefjast núna klukkan 13:00 og er hann spilaður á Húsavík.
Ástríðan - Veislan er að hefjast
Athugasemdir