Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
banner
   þri 14. maí 2024 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Brighton reyndi að kaupa Palmer síðasta sumar
Mynd: EPA
Brighton tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld og svaraði Roberto De Zerbi þjálfari spurningum á fréttamannafundi í dag.

Þar var De Zerbi meðal annars spurður út í eina skærustu stjörnu Chelsea liðsins, Cole Palmer sem var keyptur frá Manchester City síðasta sumar.

Chelsea borgaði rúmlega 40 milljónir punda fyrir Palmer sem hefur reynst algjör lykilmaður og verið iðinn við að skora og leggja upp mörk. Hann er kominn með 21 mark og 10 stoðsendingar í 31 deildarleik frá félagsskiptunum í september.

„Við reyndum að kaupa hann síðasta sumar, við höfðum mjög mikla trú á honum. Hann er að spila mjög vel á þessu tímabili. Gæðin hans eru öllum augljós í dag, en þau voru það ekki þegar hann var ennþá hjá Man City," sagði De Zerbi.

„Palmer býr yfir verulega miklum gæðum. Hann getur skapað okkur vandræði á morgun því hann byrjar kannski úti á kanti en svo kemur hann inn á völlinn og spilar líka sem tía. Það er mjög erfitt að eiga við hann."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 13 8 1 4 27 12 +15 25
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
10 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
11 Bournemouth 13 5 4 4 21 23 -2 19
12 Tottenham 13 5 3 5 21 16 +5 18
13 Newcastle 13 5 3 5 17 16 +1 18
14 Everton 13 5 3 5 14 17 -3 18
15 Fulham 13 5 2 6 15 17 -2 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir
banner