Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   þri 14. maí 2024 22:30
Sverrir Örn Einarsson
Fanndís: Eigum bara ekki að þurfa að fá á okkur mark
Kvenaboltinn
Fanndís fylgist með boltanum svífa í netið er hún skoraði seinna mark sitt
Fanndís fylgist með boltanum svífa í netið er hún skoraði seinna mark sitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við byrjuðum ágætlega en fáum svo á okkur þetta mark. Við þurfum aðeins að fara yfir það hvernig við byrjum leikina, fáum alltaf á okkur mark til að koma okkur í gang. Svo fannst mér við sýna gæði í að koma okkur í 2-1 og klárum svo leikinn snemma í síðari hálfleik.“ Sagði Fanndís Friðriksdóttir leikmaður Vals eftir 3-1 sigur Valskvenna á liði Tindstóls á N1 vellinum að Hlíðarenda fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 Tindastóll

Valsliðið er alls ekki ókunnugt því að lenda undir í leikjum á þessu tímabili en liðið vann til að mynda endurkomusigur gegn Keflavík í síðustu umferð. Liðið var þó fljótara að ná vopnum sínum í dag en þá.

„Já algjörlega en við þurfum eitthvað að skoða þetta hjá okkur. Við eigum bara ekki að þurfa að fá á okkur mark til að setja okkur í rétta gírinn.“

Þrátt fyrir að vera með fullt hús stiga á toppi deildarinnar hefur liðið verið að leka inn mörkum og á enn eftir að halda hreinu í deildinni á þessu tímabili.

„Það var markmið númer eitt í þessum leik en það var fljótt að fara.“

Næsti deildarleikur Vals er af stærri gerðinni en þar mætir liðið Breiðablik á Kópavogsvelli eftir rúmlega viku. Fanndís var þó alls ekki farin að hugsa svo langt.

„Við erum að spila í bikar um helgina og klárum þann leik fyrst svo er það bara fullur fókus á leikinn þar á eftir.“

Sagði Fanndís en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner