Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
banner
   þri 14. maí 2024 22:30
Sverrir Örn Einarsson
Fanndís: Eigum bara ekki að þurfa að fá á okkur mark
Fanndís fylgist með boltanum svífa í netið er hún skoraði seinna mark sitt
Fanndís fylgist með boltanum svífa í netið er hún skoraði seinna mark sitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við byrjuðum ágætlega en fáum svo á okkur þetta mark. Við þurfum aðeins að fara yfir það hvernig við byrjum leikina, fáum alltaf á okkur mark til að koma okkur í gang. Svo fannst mér við sýna gæði í að koma okkur í 2-1 og klárum svo leikinn snemma í síðari hálfleik.“ Sagði Fanndís Friðriksdóttir leikmaður Vals eftir 3-1 sigur Valskvenna á liði Tindstóls á N1 vellinum að Hlíðarenda fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 Tindastóll

Valsliðið er alls ekki ókunnugt því að lenda undir í leikjum á þessu tímabili en liðið vann til að mynda endurkomusigur gegn Keflavík í síðustu umferð. Liðið var þó fljótara að ná vopnum sínum í dag en þá.

„Já algjörlega en við þurfum eitthvað að skoða þetta hjá okkur. Við eigum bara ekki að þurfa að fá á okkur mark til að setja okkur í rétta gírinn.“

Þrátt fyrir að vera með fullt hús stiga á toppi deildarinnar hefur liðið verið að leka inn mörkum og á enn eftir að halda hreinu í deildinni á þessu tímabili.

„Það var markmið númer eitt í þessum leik en það var fljótt að fara.“

Næsti deildarleikur Vals er af stærri gerðinni en þar mætir liðið Breiðablik á Kópavogsvelli eftir rúmlega viku. Fanndís var þó alls ekki farin að hugsa svo langt.

„Við erum að spila í bikar um helgina og klárum þann leik fyrst svo er það bara fullur fókus á leikinn þar á eftir.“

Sagði Fanndís en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner