Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   þri 14. maí 2024 23:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Síðustu tvö ár svolítið geðveik - „Þá héldu allir að ég væri einhver töframaður"
,,Þurfti eiginlega bara að laga allt"
Þegar áhorfendurnir okkar byrja að syngja og tralla upp úr þurru, þá veistu að það er eitthvað jákvætt að gerast hinu megin.
Þegar áhorfendurnir okkar byrja að syngja og tralla upp úr þurru, þá veistu að það er eitthvað jákvætt að gerast hinu megin.
Mynd: Kortrijk
Þegar ég tek við þá var liðið á mjög vondum stað.
Þegar ég tek við þá var liðið á mjög vondum stað.
Mynd: Getty Images
Það var gjörsamlega stórkostlegt að klára Anderlecht.
Það var gjörsamlega stórkostlegt að klára Anderlecht.
Mynd: Getty Images
Ég þurfti einhvern veginn að slökkva í þeirri umræðu og láta fólk átta sig á því að við myndum alveg tapa leikjum; þetta er ekki að fara vera svona restina af tímabilinu
Ég þurfti einhvern veginn að slökkva í þeirri umræðu og láta fólk átta sig á því að við myndum alveg tapa leikjum; þetta er ekki að fara vera svona restina af tímabilinu
Mynd: Getty Images
Það var virkilega gaman að sjá liðið í þeim leik, ég er mjög stoltur af þeim sigri, skemmtileg upplifun.
Það var virkilega gaman að sjá liðið í þeim leik, ég er mjög stoltur af þeim sigri, skemmtileg upplifun.
Mynd: Getty Images
Steve Bould er þjálfari Lommel.
Steve Bould er þjálfari Lommel.
Mynd: Getty Images
Hann sagði við mig að þetta væri eins og Amsterdam við hliðina á Eupen
Hann sagði við mig að þetta væri eins og Amsterdam við hliðina á Eupen
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ef það var einhver þarna úti sem efaðist um Gylfa Sigurðsson þá vona ég að sá sami sé ekki að tjá sig mikið núna
Ef það var einhver þarna úti sem efaðist um Gylfa Sigurðsson þá vona ég að sá sami sé ekki að tjá sig mikið núna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við verðum að leyfa okkur að vera stoltir og glaðir yfir því að það markmið tókst.
Við verðum að leyfa okkur að vera stoltir og glaðir yfir því að það markmið tókst.
Mynd: Getty Images
Bað þá um að skila kveðju frá okkur til Eupen
Bað þá um að skila kveðju frá okkur til Eupen
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þetta eru bara stanslausir úrslitaleikir viku eftir viku
Þetta eru bara stanslausir úrslitaleikir viku eftir viku
Mynd: Kortrijk
Kolbeinn Þórðarson er fyrrum leikmaður Lommel.
Kolbeinn Þórðarson er fyrrum leikmaður Lommel.
Mynd: Lommel
Stefán Gíslason er fyrrum þjálfari Lommel.
Stefán Gíslason er fyrrum þjálfari Lommel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjá mér er þetta búið að vera svolítið eins og að vera togarasjómaður.
Hjá mér er þetta búið að vera svolítið eins og að vera togarasjómaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eina sem skiptir mig máli er að leikmaðurinn fái heildarmyndina.
Eina sem skiptir mig máli er að leikmaðurinn fái heildarmyndina.
Mynd: Anderlecht
Í sama viðtali tala ég um hversu hæfileikaríkur og flottur drengurinn er og andlega sterkur.
Í sama viðtali tala ég um hversu hæfileikaríkur og flottur drengurinn er og andlega sterkur.
Mynd: Getty Images
Þú vilt samt alltaf byrja frekar svona en öfugt, það er klárt mál.
Þú vilt samt alltaf byrja frekar svona en öfugt, það er klárt mál.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi fær leiðbeiningar frá Frey Alexanderssyni þáverandi aðstoðarlandsliðsþjálfara.
Gylfi fær leiðbeiningar frá Frey Alexanderssyni þáverandi aðstoðarlandsliðsþjálfara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var svo sem ekki mjög erfitt að koma sér niður eftir laugardaginn. Þetta eru bara stanslausir úrslitaleikir viku eftir viku," sagði Freyr Alexandersson, þjálfari belgíska félagsins Kortrijk, við Fótbolta.net.

Freysi og hans lærisveinar eru á leið í einvígi við Lommel um hvort félagið spilar í belgísku úrvalsdeildinni á næsta ári. Kortrijk tapaði á laugardaginn en sem betur fer fyrir liðið tapaði samkeppnisaðili liðsins líka. RWDM, sem gat komist upp fyrir Kortrijk með því að stig gegn Eupen, tapaði þeim leik og spilar í B-deildinni á næsta tímabili.

Freysi tók við sem þjálfari hjá belgíska félaginu í janúar. Liðið var þá langneðst í deildinni og var talað um að það þyrfti að nást algjört kraftaverk ef það átti að halda sæti sínu í deildinni. Fresyi var keyptur frá danska félaginu Lyngby sem hann náði að halda uppi í dönsku úrvalsdeildinni með mögnuðum lokaspretti á síðasta tímabili.

Freysi þekkir því vel að vera í stanslausum úrslitaleikjum á vorin.

„Síðustu tvö vor eru búin að vera svolítið geðveik."

Áhorfendur byrjuðu að syngja og tralla upp úr þurru
Kortrijk hefði með sigri gegn Charleroi tryggt sér sæti í umspilinu gegn Lommel. Charleroi endaði langefst í fallumspilinu í úrvalsdeildinni og hélt sér þægilega upp. Charleroi vann 3-1 sigur og á sama tíma lagði Eupen lið RWDM og þar með endaði Kortrijk í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar. Fyrirkomulagið er þannig að neðstu tvö liðin falla niður í B-deildina en þriðja neðsta sætið fer í umspil við liðið liðið sem endaði í 3. sæti B-deildarinnar um hvort liðið spilar í úrvalsdeildinni næsta vetur.

„Við nálguðumst þetta í byrjun þannig að við vorum ekkert að hugsa um hinn leikinn, vorum bara meðvitaðir um hann. Við vorum ekkert að treysta neitt á úrslit þar, maður vissi svo sem ekkert hvernig þetta myndi fara það var svo mikið undir og menn stressaðir. Annað liðið í báðum leikjunum, Charleroi gegn okkur og Eupen gegn RWDM, var afslappað og gat bara spilað fótbolta, gátu ekki hreyfst í töflunni."

„Við reyndum bara að fókusa á að reyna vinna Charleroi. Við vorum á útivelli og þeir eru drullugóðir. Við spiluðum leikinn ágætlega þangað til við fengum á okkur víti og lendum 1-0 undir. Þá urðu mínir menn svolítið hræddir og spila ekkert sérstaklega vel fram að hálfleik og þetta fer í 2-0. Þá tékka ég á stöðunni í hinum leiknum og segi við leikmenn í hálfleik að staðan sé 0-0 þar, sagði að við ættum að halda okkur inni í þessum leik. Ef RWDM hefði unnið Eupen þá hefðum við þurft að vinna Charleroi. Við komum til baka í leiknum, minnkum í 2-1 og erum að spila ágætlega þegar við svo fáum mark á okkur eftir hornspyrnu. Staðan orðin 3-1, 20 mínútur eftir og þá byrjum við að fylgjast vel með hinum leiknum."

„Það fór ekkert á milli mála á vellinum hjá okkur hvernig staðan var þar. Þegar áhorfendurnir okkar byrja að syngja og tralla upp úr þurru, þá veistu að það er eitthvað jákvætt að gerast hinu megin. Síðustu mínúturnar var ég með aðstoðarþjálfarann hliðina á mér allan tímann, hann var í beinu sambandi við hinn völlinn. Það var mjög skrítið, en bara partur af þessu."


Eitthvað sem enginn reiknaði með
Hvernig er augnablikið þegar liðið er að tapa en stuðningsmennirnir eru kampakátir uppi í stúku?

„Þetta er mjög steikt. Maður er alltaf keppnismaður og vill vinna leikinn sem þú ert að spila á því augnabliki. Þú hefur enga stjórn á því sem er að gerast einhvers staðar annars staðar. Það var mikilvægt eftir leikinn að vera svolítið meðvitaður um hversu góð vegferðin hefur verið og að við hefðum náð þessu umspilssæti er eitthvað sem enginn reiknaði með 4. janúar þegar ég kom. Við verðum að leyfa okkur að vera stoltir og glaðir yfir því að það markmið tókst. Við erum það í dag, en á vellinum eftir leik var tilfinningin léttir aðallega, svo kom gleðin seinna. Það voru engin brjálæðisleg fagnaðarlæti, við eigum ennþá tvo leiki eftir. Um það snýst þetta núna."

Bað Gulla og Alfreð að skila þakkarkveðju
Eru einhver samskipti við einhvern í Eupen, einhverjar þakkir frá ykkur?

„Ég notaði blaðamannafundinn til þess. Það er alltaf blaðamannafundur eftir leiki hérna í Belgíu þar sem þjálfararnir sitja fyrir svörum. Ég þakkaði Eupen fyrir. Svo hafði ég samband við Gulla (Guðlaug Victor Pálsson) og Alfreð (Finnbogason) og bað þá um að skila kveðju frá okkur til Eupen." Þeir Gulli og Alfreð eru leikmenn Eupen en voru ekki í leikmannahópnum í síðustu umferðinni.

Hungur í að klára verkefnið
Markmiðið hjá Kortrijk er að halda sætinu í deildinni. Er ekkert mál að halda mönnum áfram við efnið því enn eru tveir leikir eftir?

„Það er bara voða náttúrulegt. Núna eru menn geðveikt sáttir að ná því sem þeir héldu að væri farið frá þeim, ná einhverju sem þeir héldu að myndi aldrei takast. Samt sem áður er hungur á að klára verkefnið, hungur í að vilja halda liðinu uppi. Þá verður þessi árangur okkar mjög eftirtektarverður og leikmenn munu skilja eftir nafn sitt í sögubókum félagsins að hafa tekist þetta. Það er mikið hungur, eftirvænting og spenna líka. Menn eru spenntir, þetta er stanslaus rússíbanareið. Þetta er gaman, forréttindi að vera í þessu. Það er einhvern veginn alltaf allt undir í hverri einustu viku. Maður lærir rosalega mikið um sjálfan sig, liðsfélaga sína og samstarfsmenn í svona aðstæðum."

Þurfti eiginlega að laga allt
Það er klassískt að þegar nýr þjálfari tekur við að fyrsta verk fyrir höndum sé að laga varnarleikinn. Tók Freysi þá nálgun eða var hún öðruvísi?

„Það þurfti eiginlega bara að laga allt. Félagið, og leikmennirnir þar af leiðandi, voru búnir að ganga í gegnum alveg hræðilega sjö mánuði þar sem í tvígang var búið að reyna selja félagið og það einhvern veginn gekk til baka. Allir voru einhvern veginn í óvissu, bæði um vinnuna sína, hverjir væru að fara, hverjir væru að koma og hverjir væru að fara þjálfa liðið. Einn þjálfari var rekinn og annar ráðinn. Sá þjálfari var ekki alveg í jafnvægi og þetta var einhvern veginn allt í óreiðu."

„Þegar ég tek við þá var liðið á mjög vondum stað. En það sem liðið hafði kannski var svolítið sterkur grunnur. Öflugur stuðningsmannahópur á bak við liðið, kúltúr; bær á bakvið liðið og þetta er lið með stolt. Það var eitthvað til að byggja á þar og fínir leikmenn. Hópurinn var kannski ekkert sérstaklega samansettur en fínir leikmenn inn á milli."

„Maður byrjar bara að selja þeim einhverja hugmynd, selja þeim hvernig það sé hægt að ná þessu markmiði að halda sér uppi, byrjuðum að æfa vel og ég vildi breyta aðeins hvernig kúltúrinn var hjá mönnum dagsdaglega. Við tókum smá skref. Svo var það varnarleikurinn."

„Það segir sig sjálft að þegar þú ert búinn að fá á þig 2,4 mörk að meðaltali í leik að þú getur bara gleymt hugmyndinni að þú sért að fara ná í einhver stig. Það var auðvitað farið töluvert í það að laga varnarleikinn; varnarleik liðsins og varnarleik einstaklinga líka, að menn sýndu meira stolt í því að klára leikstöðuna einn á móti einum. Við fórum í einfalda hluti og það hefur gengið vel. Við erum búnir að halda hreinu sex sinnum síðan ég kom sem er mjög gott."


Færi öðruvísi að í dag
Í fallumspilinu mættust fjögur neðstu lið deildarinnar í tvöfaldri umferð; sex leikir alls fyrir hvert lið. Freysi er þokkalega sáttur við frammistöðuna, sjö stig fengust úr leikjunum sex sem kom Kortrijk upp í þriðja neðsta sætið.

„Heilt yfir er ég sáttur við frammistöðuna, hún hefur verið nokkuð góð. Mér fannst við fá færri stig en ég vonaði og áttum kannski skilið fleiri stig. Það er bara stundum þannig í þessu."

„Þetta er mikil andleg barátta núna, ofboðslegt stress í gangi, mikið undir og það má lítið út af bregða. Maður er að reyna vernda leikmennina og á sama tíma vera til staðar fyrir þá, láta þá ekki fara of hátt upp eða of langt niður. Heilt yfir hefði ég viljað fá aðeins fleiri stig, en þetta nægði. Það var aldrei raunhæft að ná sætinu sem hefði tryggt okkur uppi. Við reyndum, við lögðum allt í fyrri leikinn á móti Charleroi til að reyna nálgast þá, en eftir á að hyggja hefði ég bara átt að taka jafnteflið þar. Við töpuðum í uppbótartíma af því ég reyndi að ná í sigurinn. Það er kannski það sem ég hefði viljað gera öðruvísi. Ég var bara gráðugur og vildi láta reyna á þetta."


Charleroi endaði í efsta sæti fallumspilsins, tók 16 stig af 18 mögulegum úr leikjunum sex og endaði 14 stigum fyrir ofan Kortrijk og tryggði sér þar með sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Í Belgíu er spiluð tvöföld umferð, alls 30 leikir á hvert lið og svo er deildinni þrískipt. Í efsta umspilinu er spilað um meistaratitilinn, í umspili tvö er spilað um sæti í Sambandsdeildinni og í neðsta er spilað um að halda sér í deildinni.

Besti leikurinn á tímabilinu
Í lokaumferð deildarinnar mætti Kortrijk stórliðinu Anderlecht á útivelli. Anderlecht er sem stendur í toppsæti meistaraumspilsins. Kortrijk gerði sér lítið fyrir og lagði stórliðið að velli, 0-1 útisigur.

„Það var gjörsamlega stórkostlegt að klára Anderlecht. Það var besti leikurinn okkar á tímabilinu síðan ég kom og ótrúlega mikilvægur því hann setti okkur í þá stöðu að við vorum ekki lengur neðstir. Við náðum að setja RWDM fyrir neðan okkur sem var mikilvægt. Ef við hefðum endað jöfn að stigum í fallumspilinu þá hefðum við endað fyrir ofan. Það gaf okkur yfirhöndina gegn þeim."

„Anderlecht var ekki búið að tapa neinum leik á heimavelli allt tímabilið og voru sjóðandi heitir. Þeir eru með fullt af landsliðsmönnum, bæði danska og belgíska landsliðsmenn. Þeir eru með ótrúlega unga og öfluga leikmenn úr akademíunni sinni, geggjað lið sem er mögulega að fara verða meistari. Að sigra þá verðskuldað var mjög sætt."

„Það var gott að sjá afrakstur allrar vinnunnar inni á vellinum. Þarna er staðan þannig að leikmenn gátu farið svolítið pressulausir inn í leikinn. Við gátum séð hvað við værum búnir að ná að framkvæma í tengslum við leikfræði og það sem við höfðum lagt áherslu úti á æfingavelli. Það var virkilega gaman að sjá liðið í þeim leik, ég er mjög stoltur af þeim sigri, skemmtileg upplifun."


Mætir Steve Bould í umspilinu
Hvað veistu um Lommel?

„Ég veit töluvert, við erum búnir að nota daginn í dag (gærdaginn) í að safna fleiri upplýsingum. Ég er búinn að sjá þá sjálfur spila núna þrisvar. Ég byrjaði að undirbúa mig fyrir þetta umspil fyrir sex vikum síðan."

„Lommel er partur af City Group og spilar þ.a.l. ákveðna tegund af fótbolta; margar stuttar sendingar og margar sendingar til hliðar, eru með marga tekníska leikmenn og marga mjög unga leikmenn sem eru með mikla möguleika á því að fara eitthvað lengra. Þeir eru með gríðarlega reynt þjálfarateymi, Steve Bould er stjórinn. Þetta verður bara 50-50 barátta. Það lið sem gerir færri mistök og hefur leikmenn inni á vellinum sem geta klárað leiki upp á einsdæmi vinnur."


Bould er fyrrum leikmaður og aðstoðarþjálfari Arsenal. Hann tók við Lommel árið 2022.

Líkar stundum ekkert sérstaklega við kúltúrinn
Freysi talaði um að það hefði verið hægt að byggja á því þegar hann kom að liðið væri með öfluga stuðningsmenn og bæjarfélagið væri á bakvið liðið. Hversu mikla þýðingu hefur það að ná upp góðri stemningu á vellinum og vel sé fagnað þegar vel er gert?

„Það hefur mjög mikla þýðingu. Það er mjög gaman að spila á okkar heimavelli og góð stemning, miklar tilfinningar. Þetta skiptir fólkið í bænum alveg ofboðslega miklu máli."

„Að sama skapi er aðdáendakúltúrinn í Belgíu allt öðruvísi en í Englandi eða Skandinavíu. Um leið og það gengur eitthvað örlítið illa eða þér líkar ekki vel við eitthvað, þá eru þeir helvíti harðir. Það er kúltúr sem mér líkar stundum ekkert sérstaklega vel við. Þá er ég ekki bara að tala um hjá okkur, heldur almennt í landinu. Hjá okkur er góður stuðningur við liðið, en það koma líka krítísk móment þar sem leikmenn og þeir í kringum liðið geta verið svolítið hræddir við að allir fari á móti þeim. Maður er búinn að sjá lið hérna í deildinni brotna við það."


Allir héldu að Freysi væri einhver töframaður
Byrjunin hjá Freysa hjá Kortrijk var mögnuð. Liðið var með 10 stig eftir 20 leikim, langneðst í deildinni, þegar hann tók við, en í fyrstu fjórum leikjunum undir hans stjórn tók liðið átta stig.

„Ég fann fyrir því að stuðningurinn jókst, þegar þú vinnur svona mörg stig... á þeim tímapunkti héldu allir að ég væri einhver töframaður. Ég þurfti einhvern veginn að slökkva í þeirri umræðu og láta fólk átta sig á því að við myndum alveg tapa leikjum; þetta er ekki að fara vera svona restina af tímabilinu, við erum ekki það góðir. Ég sá alveg sjálfur að við vorum alveg heppnir í einhverjum af þessum leikjum, eins og gengur og gerist í fótbolta. Það var samt alveg augljóst að það var kominn góður strúktúr á liðið, góður liðsandi og vorum í því að byggja upp betri og heilbrigðari kúltúr í kringum hversdagsleikann. Þetta var allt á réttri leið en kannski helvíti brött byrjun hjá okkur. Það fylgja því bæði stig og gleði, en líka væntingar sem ég þurfti aðeins að reyna stjórna. Þú vilt samt alltaf byrja frekar svona en öfugt, það er klárt mál."

Margir þjálfarar svo sérstakir
Það eru blaðamannafundir eftir hvern leik með þjálfara andstæðinganna, hvernig finnst þér belgíska pressan?

„Ég fíla það vel, mér finnst gaman að læra og upplifa mismunandi kúltúr. Þetta er öðruvísi og þjálfarar andstæðinganna eru mismunandi eins og þeir eru margir. Það er gaman að upplifa þá bæði eftir sigra og töp. Það eru svo margir þjálfarar sem eru svo sérstakir... ég hef hrikalega gaman af því. Það eru líka margir algjörir toppmenn. Pressan er bara eins og flestir blaðamenn eru, sjá það sem er fyrir framan nefið á þeim hverju sinni og eiga kannski erfitt með að fara upp í þyrluna og sjá heildarmynd. En ég á í mjög góðu sambandi við fjölmiðlamenn hérna í Belgíu og hef ekkert út á þá að setja."

„Það er mismunandi nálgun eftir félögum. Það er mjög agressíft í Anderlecht, Antwerp og Club Brugge. Það er minna agressíft í minni klúbbunum."


Hálf sorglegt hvernig blaðamennirnir settu þetta upp
Það var eitt fjölmiðlamál í vetur sem vakti athygli fréttaritara. Freysi tjáði sig um sinn fyrrum markvörð Mads Kikkenborg. Hann og Freyr unnu saman hjá Lyngby en Kikkenborg var keyptur til Anderlecht í vetur. Freyr lét hafa það eftir sér í belgískum fjölmiðli að Kikkenborg myndi aldrei spila leik fyrir Anderlecht. Danskir fjölmiðlar smjöttuðu á þessum ummælum og Kikkenborg svaraði þessu síðar að honum þætti skrítið að Freysi væri að segja þetta. Freysi sagði líka að það myndi ekki koma sér á óvart að sjá Kikkenborg í danska landsliðinu á næstu þremur árum.

„Ég horfi á þetta svona þannig að mér finnst hálf sorglegt hvernig blaðamennirnir í Danmörku settu þetta upp og gera það að fyrirsögn að Kikkenborg muni ekki spila mínútu fyrir Anderlecht. Í sama viðtali tala ég um hversu hæfileikaríkur og flottur drengurinn er og andlega sterkur. Ég vissi bara að hann væri ekki að fara spila, það er bara eins og það er. Strákurinn trúir því að hann sé að fara spila og það er bara gott. Hann tók ákvörðun um að fara þangað."

„Ég er vanur því að blaðamenn geta tekið hlutina og sett þá upp eins og þeir vilja. En þessi danski blaðamaður tók ekki viðtal við mig, heldur vara þetta í belgískum fjölmiðlum. Eina sem skiptir mig máli er að leikmaðurinn fái heildarmyndina. Ég hringdi í Kikkenborg og útskýrði fyrir honum. Svo hitti ég hann nokkrum vikum seinna í Anderlecht þegar við mættum þeim."

„En það breytir því ekki að allt sem að ég sagði stenst. Bæði það að (Kasper) Schmeichel er búinn að meiðast og það var annar markmaður sem spilaði, og ég fer ekkert af því að Kikkenborg er frábær markmaður, gríðarlega hæfileikaríkur og góð persóna. Það hefur ekki heldur breyst,"
sagði Freysi.

Heimsóknirnar hafa bjargað geðheilsunni
Hann hefur verið í fjóra mánuði í Belgíu. Á meðan er fjölskyldan að klára skólaönnina í Danmörku. Hvernig er lífið í Kortrijk?

„Ég fíla Kortrijk, þetta er flottur bær og mjög huggulegt hérna. Gulli kom hérna um daginn að spila, við tókum kaffibolla fyrir leik inni í bæ. Hann sagði við mig að þetta væri eins og Amsterdam við hliðina á Eupen."

„Hjá mér er þetta búið að vera svolítið eins og að vera togarasjómaður. Ég er bara búinn að vera vinna, búinn að vera einn og vinna í fjóra mánuði. Ég er búinn að fá heimsóknir inn á milli sem hafa svolítið bjargað geðheilsunni, bæði frá fjölskyldunni minni og svo hafa nokkrir vinir. Ég hef alveg verið kominn langt úti á bjálkann varðandi að vera alveg við það að missa vitið, en það er bara partur af þessu. Fjölskyldan kemur svo til mín þegar börnin eru búin með skólann í Danmörku. Það er ekkert hollt, allavega ekki fyrir mig, að vera bara einn í marga, marga mánuði. Ég er þannig manneskja að ég þarf að vera besta útgáfan af sjálfum mér til að gera aðra betri í kringum mig. Ég get ekkert fúnkerað eins og togarasjómaður, allavega ekki ef þetta fer upp í ár eða meira."

„Við höfum alltaf haft það sem þumalputtareglu ef eitthvað svona kemur upp að vera ekki lengur í burtu frá hvort öðru en í hálft ár. Okkar plön eru þannig að við verðum öllum sameinuð aftur frá og með sumrinu."


Vonar að sá aðili sé ekki mikið að tjá sig núna
Í lok viðtalsins var Freysi aðeins spurður út í Bestu deildina en hann nær að fylgjast með henni frá Belgíu.

„Mér finnst deildin fara vel af stað og ég hef gaman af henni. Ég fylgist betur með henni núna heldur en þegar ég var í Danmörku, kannski af því ég er einn, hef aðeins meiri tíma og leikirnir eru klukkan 21:15 á kvöldin oft."

„Það er geggjað að sjá Gylfa. Ef það var einhver þarna úti sem efaðist um Gylfa Sigurðsson þá vona ég að sá sami sé ekki að tjá sig mikið núna,"
sagði Freysi sem vann með Gylfa bæði í landsliðinu og sem þjálfarinn hans hjá Lyngby síðasta haust.

Leikirnir gegn Lommel eru framundan. Fyrri leikurinn fer fram á heimavelli Lommel á laugardag og seinni leikurinn fer fram á heimavelli Kortrijk viku síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner