Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. júní 2022 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Alex nýtti gluggann vel - „Þetta er frábær spurning"
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Alex Rúnarsson lék vel í marki Íslands í landsleikjaglugganum sem var að klárast.

Frammistaða hans býr til spurningar fyrir framhaldið, ansi góðar spurningar.

Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland, vann sér inn sæti í byrjunarliði Íslands undir lok síðasta árs en hann var meiddur núna og gat ekki tekið þátt. Rúnar kom inn og stóð sig virkilega vel í þremur leikjum í Þjóðadeildinni.

Farið var yfir málið í Innkastinu og var þar spurt hvort að Rúnar Alex væri núna búinn að vinna sér inn sætið fyrir leikinn á móti Albaníu í september.

„Þetta er frábær spurning," sagði Tómas Þór Þórðarson við Sæbjörn Steinke. „Ég fagna því að Rúnar hafi nýtt þennan glugga þannig að þú hafir neyðst til að spyrja þessarar spurningar."

„Það er svarið mitt. En ég vil að við setjum okkar traust á Elías. Ég held að hann sé betri markvörður með hærra þak. Ég veit að Rúnar Alex var í Arsenal, en það fór eins og það fór."

Rúnar Alex gerði ekki bara vel innan vallar, hann er líka að stíga upp sem leiðtogi utan vallar.
Rúnar Alex: Einhverjir eru á móti okkur en aðrir eru með okkur
Innkastið - Landsliðið kvatt og Besta deildin boðin velkomin
Athugasemdir
banner
banner
banner