Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   þri 14. júlí 2020 20:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Árni Guðna: Sætt að vinna og halda hreinu
"Fannst við verðskulda að skora þetta sigurmark"
Kvenaboltinn
Árni Freyr Guðnason.
Árni Freyr Guðnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarlega ánægður að hafa landað sigri í hörkuleik. Báðir hálfleikarnir voru kaflaskiptir og mér fannst við betri í seinni hluta þeirra beggja. Sætt að vinna og halda hreinu," sagði Árni Freyr Guðnason, annar af þjálfurum FH, eftir útisigur geg Þór/KA í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 FH

„Fyrri hálfleikur var bardagi, það er alltaf bardagi á móti þessu liði. Fyrri hluta seinni hálfleiks vorum við í veseni. Mér fannst við koma vel inn í hálfleikana þegar það leið á þá og mér fannst við verðskulda að skora þetta sigurmark."

FH náði í sín fyrstu stig í deildinni með sigrinum og er nú búið að tvöfalda markafjölda sinn. Upplifir Árni létti með því að ná þessum sigri í hús?

„Þetta er léttir. Ég hafði engar áhyggjur varðandi markaskorunina. Við erum með frábæra framherja og góða miðjumenn til að búa til færi. Þetta hefur vissulega setið aðeins á leikmönnum og okkur en við höfum ekkert verið að æfa neitt sérstaklega eða slíkt. Ég er stoltur af sigrinum í dag og bikarsigurinn [gegn Þrótti R.] á föstudaginn kom með sjálfstraust inn í liðið."

Guðni Eiríksson, þjálfari FH, tók út leikbann í dag og á hliðarlínunni með Árna var bróðir Guðna, Hlynur Svan.

„Að fá annan Eiríksson? Það er mjög gott að fá Hlyn inn. Hann í fyrsta lagi þekkir allt hérna á Akureyri og er mikið með okkur á æfingasvæðinu. Hann þekkir alla leikmenn og svo er hann bara geggjaður náungi."

Nánar er rætt við Árna í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner