Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
banner
   þri 14. júlí 2020 20:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Árni Guðna: Sætt að vinna og halda hreinu
"Fannst við verðskulda að skora þetta sigurmark"
Kvenaboltinn
Árni Freyr Guðnason.
Árni Freyr Guðnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarlega ánægður að hafa landað sigri í hörkuleik. Báðir hálfleikarnir voru kaflaskiptir og mér fannst við betri í seinni hluta þeirra beggja. Sætt að vinna og halda hreinu," sagði Árni Freyr Guðnason, annar af þjálfurum FH, eftir útisigur geg Þór/KA í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 FH

„Fyrri hálfleikur var bardagi, það er alltaf bardagi á móti þessu liði. Fyrri hluta seinni hálfleiks vorum við í veseni. Mér fannst við koma vel inn í hálfleikana þegar það leið á þá og mér fannst við verðskulda að skora þetta sigurmark."

FH náði í sín fyrstu stig í deildinni með sigrinum og er nú búið að tvöfalda markafjölda sinn. Upplifir Árni létti með því að ná þessum sigri í hús?

„Þetta er léttir. Ég hafði engar áhyggjur varðandi markaskorunina. Við erum með frábæra framherja og góða miðjumenn til að búa til færi. Þetta hefur vissulega setið aðeins á leikmönnum og okkur en við höfum ekkert verið að æfa neitt sérstaklega eða slíkt. Ég er stoltur af sigrinum í dag og bikarsigurinn [gegn Þrótti R.] á föstudaginn kom með sjálfstraust inn í liðið."

Guðni Eiríksson, þjálfari FH, tók út leikbann í dag og á hliðarlínunni með Árna var bróðir Guðna, Hlynur Svan.

„Að fá annan Eiríksson? Það er mjög gott að fá Hlyn inn. Hann í fyrsta lagi þekkir allt hérna á Akureyri og er mikið með okkur á æfingasvæðinu. Hann þekkir alla leikmenn og svo er hann bara geggjaður náungi."

Nánar er rætt við Árna í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner