Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 14. júlí 2020 20:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Árni Guðna: Sætt að vinna og halda hreinu
"Fannst við verðskulda að skora þetta sigurmark"
Kvenaboltinn
Árni Freyr Guðnason.
Árni Freyr Guðnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarlega ánægður að hafa landað sigri í hörkuleik. Báðir hálfleikarnir voru kaflaskiptir og mér fannst við betri í seinni hluta þeirra beggja. Sætt að vinna og halda hreinu," sagði Árni Freyr Guðnason, annar af þjálfurum FH, eftir útisigur geg Þór/KA í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 FH

„Fyrri hálfleikur var bardagi, það er alltaf bardagi á móti þessu liði. Fyrri hluta seinni hálfleiks vorum við í veseni. Mér fannst við koma vel inn í hálfleikana þegar það leið á þá og mér fannst við verðskulda að skora þetta sigurmark."

FH náði í sín fyrstu stig í deildinni með sigrinum og er nú búið að tvöfalda markafjölda sinn. Upplifir Árni létti með því að ná þessum sigri í hús?

„Þetta er léttir. Ég hafði engar áhyggjur varðandi markaskorunina. Við erum með frábæra framherja og góða miðjumenn til að búa til færi. Þetta hefur vissulega setið aðeins á leikmönnum og okkur en við höfum ekkert verið að æfa neitt sérstaklega eða slíkt. Ég er stoltur af sigrinum í dag og bikarsigurinn [gegn Þrótti R.] á föstudaginn kom með sjálfstraust inn í liðið."

Guðni Eiríksson, þjálfari FH, tók út leikbann í dag og á hliðarlínunni með Árna var bróðir Guðna, Hlynur Svan.

„Að fá annan Eiríksson? Það er mjög gott að fá Hlyn inn. Hann í fyrsta lagi þekkir allt hérna á Akureyri og er mikið með okkur á æfingasvæðinu. Hann þekkir alla leikmenn og svo er hann bara geggjaður náungi."

Nánar er rætt við Árna í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner