Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
banner
   þri 14. júlí 2020 20:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Árni Guðna: Sætt að vinna og halda hreinu
"Fannst við verðskulda að skora þetta sigurmark"
Kvenaboltinn
Árni Freyr Guðnason.
Árni Freyr Guðnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarlega ánægður að hafa landað sigri í hörkuleik. Báðir hálfleikarnir voru kaflaskiptir og mér fannst við betri í seinni hluta þeirra beggja. Sætt að vinna og halda hreinu," sagði Árni Freyr Guðnason, annar af þjálfurum FH, eftir útisigur geg Þór/KA í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 FH

„Fyrri hálfleikur var bardagi, það er alltaf bardagi á móti þessu liði. Fyrri hluta seinni hálfleiks vorum við í veseni. Mér fannst við koma vel inn í hálfleikana þegar það leið á þá og mér fannst við verðskulda að skora þetta sigurmark."

FH náði í sín fyrstu stig í deildinni með sigrinum og er nú búið að tvöfalda markafjölda sinn. Upplifir Árni létti með því að ná þessum sigri í hús?

„Þetta er léttir. Ég hafði engar áhyggjur varðandi markaskorunina. Við erum með frábæra framherja og góða miðjumenn til að búa til færi. Þetta hefur vissulega setið aðeins á leikmönnum og okkur en við höfum ekkert verið að æfa neitt sérstaklega eða slíkt. Ég er stoltur af sigrinum í dag og bikarsigurinn [gegn Þrótti R.] á föstudaginn kom með sjálfstraust inn í liðið."

Guðni Eiríksson, þjálfari FH, tók út leikbann í dag og á hliðarlínunni með Árna var bróðir Guðna, Hlynur Svan.

„Að fá annan Eiríksson? Það er mjög gott að fá Hlyn inn. Hann í fyrsta lagi þekkir allt hérna á Akureyri og er mikið með okkur á æfingasvæðinu. Hann þekkir alla leikmenn og svo er hann bara geggjaður náungi."

Nánar er rætt við Árna í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner