Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   þri 14. ágúst 2018 20:27
Egill Sigfússon
Palli Gísla: Lekum inn mörkum á fyrstu mínútunum og ætlum svo að fara að þrífa upp eftir okkur
Palli var alls ekki sáttur við varnarleikinn í kvöld
Palli var alls ekki sáttur við varnarleikinn í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magni tapaði 5-3 fyrir Þrótti á Eimskipsvellinum í einum skemmtilegasta leik sumarsins í kvöld í Inkassó-deild karla. Páll Viðar Gíslason sagði lið sitt kasta leiknum frá sér á fyrstu mínútum leiksins.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 5 -  3 Magni

„Tilfinningin er aldrei góð þegar maður tapar, það breytist ekkert í þessum leik. Við stútum þessum leik á fyrstu mínútunum, þeir skora í hvert skipti sem þeir komast inn í teig. Þetta er svolítið saga okkar á útivelli í sumar, við lekum inn mörkum á fyrstu mínútunum og ætlum svo að fara að þrífa upp eftir okkur"

Gunnar Örvar var tekinn niður inn í teig í stöðunni 1-0 en engin vítaspyrna var dæmd. Páll sagði að hlutirnir væru ekki að detta með Magna en sagði að þeir gætu ekki ætlast til þess þegar þeir kasta frá sér leikjum trekk í trekk.

„Það hefði komið á fínum tíma, þá hefðum við komist inn í leikinn en það er ekkert að detta með okkur heldur. Það er ekki hægt að ætlast til þess þegar við erum alltaf að kasta frá okkur leikjum á útivelli."

Allir leikir sem eftir eru hjá Magna eru að sögn Páls hálfgerðir úrslitaleikir fyrir þá.

„Við erum búnir að vera í fallsæti frá upphafsflauti svo allir leikir hvort sem þeir eru heima eða úti eru úrslitaleikir fyrir okkur, við þurfum að vinna nokkra leiki í viðbót og það væri ekki verra ef eitthvað kæmi á útivelli."

Magni fær Leikni í heimsókn næstu helgi og segir Páll að það sé ekkert annað en sigur sem komi til greina.

„Það er bara do or die, það er bara þannig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner