Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 14. september 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rosenborg sagt hafa mikinn áhuga á Hólmari Erni
Hólmar Örn Eyjólfsson.
Hólmar Örn Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmiðvörðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson er sagður eftirsóttur á leikmannamarkaðnum.

Orri Rafn Sigurðarson, lýsandi á Viaplay, segir á samfélagsmiðlinum Twitter að norska félagið Rosenborg sé á höttunum eftir honum og sé að gera allt til að fá undirskrift hans.

Orri segir að það sé líka áhugi á honum frá félögum í Championship í Englandi og frá félögum í Tyrklandi.

Hólmar Örn, sem er þrítugur, er á förum frá Levski Sofia í Búlgaríu, en fram hefur komið í fjölmiðlum í Búlgaríu að hann eigi inni laun hjá félaginu. Samkvæmt Levski 365 hefur Hólmar Örn leitað til FIFA vegna vangoldina launa.

Hólmar hefur líka verið orðaður við FC Kaupmannahöfn í Danmörku.

Hólmar var í landsliðshópnum gegn Englandi og Belgíu og spilaði hann í hjarta varnarinnar gegn Belgíu í síðustu viku.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner