Landsliðsmiðvörðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson er sagður eftirsóttur á leikmannamarkaðnum.
Orri Rafn Sigurðarson, lýsandi á Viaplay, segir á samfélagsmiðlinum Twitter að norska félagið Rosenborg sé á höttunum eftir honum og sé að gera allt til að fá undirskrift hans.
Orri segir að það sé líka áhugi á honum frá félögum í Championship í Englandi og frá félögum í Tyrklandi.
Hólmar Örn, sem er þrítugur, er á förum frá Levski Sofia í Búlgaríu, en fram hefur komið í fjölmiðlum í Búlgaríu að hann eigi inni laun hjá félaginu. Samkvæmt Levski 365 hefur Hólmar Örn leitað til FIFA vegna vangoldina launa.
Hólmar hefur líka verið orðaður við FC Kaupmannahöfn í Danmörku.
Hólmar var í landsliðshópnum gegn Englandi og Belgíu og spilaði hann í hjarta varnarinnar gegn Belgíu í síðustu viku.
Rosenborg gør alt hvad de kan for at få Hólmar Eyjólfsson underskrift og de forbereder et nyt tilbud til Hólmar.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) September 12, 2020
Men der er stor interesse for Eyjólfsson fra klubber i 🏴Championship og fra klubber i 🇹🇷 der kunne tilbyde en bedre kontrakt end RBK kan #ESNball #eliteserien
Athugasemdir