Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 14. september 2020 14:33
Elvar Geir Magnússon
Sveinn Margeir framlengir við KA
Sveinn Margeir Hauksson.
Sveinn Margeir Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Sveinn Margeir Hauksson hefur framlengt samning sinn við KA og er nú bundinn út tímabilið 2023.

„Þetta eru frábærar fréttir enda Sveinn gríðarlega efnilegur og öflugur leikmaður sem á framtíðina fyrir sér," segir á heimasíðu KA.

Sveinn er nítján ára og hefur spilað í 14 af þeim 15 leikjum sem KA liðið hefur leikið í sumar.

„Þar áður fór hann fyrir liði Dalvíkur og er hann því kominn með ansi mikla reynslu í meistaraflokki og verður áfram gaman að fylgjast með framgöngu þessa öfluga leikmanns."

Sveinn Margeir kom frá Dalvík Reyni fyrir tímabilið.

KA er í 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar en liðið vann Fylki í gær. Sveinn Margeir fékk að líta rauða spjaldið í þeim leik en sá dómur var umdeildur.

Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, birti á Twitter skemmtilega samsetta mynd af sér að gefa Sveini samninginn.


Athugasemdir
banner
banner