Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 14. október 2020 20:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland fallið niður í B-deild eftir naumt tap gegn Belgíu
Icelandair
Lukaku skoraði bæði mörk Belgíu.
Lukaku skoraði bæði mörk Belgíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingar fagna sínu marki.
Íslendingar fagna sínu marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 1 - 2 Belgía
0-1 Romelu Lukaku (f) ('10 )
1-1 Birkir Már Sævarsson ('17 )
1-2 Romelu Lukaku (f) ('38 , víti)
Lestu nánar um leikinn

Ísland er fallið niður í B-deild Þjóðadeildarinnar eftir tap gegn efsta liði heimslista FIFA, Belgíu, á Laugardalsvelli.

Belgar tóku forystuna á níundu mínútu og var það Romelu Lukaku, markahæsti leikmaður í sögu Belgíu, sem skoraði markið. „Bolti á lofti inn á teiginn. Lukaku tekur við boltanum með bakið í marki. Skýlir boltanum frá Hólmari sýndist mér og hjálpinn ekki nægilega öflug, Lukaku snýr og skýtur boltanum í markið," skrifaði Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke í beinni textalýsingu þegar Lukaku skoraði.

Á 17. mínútu leiksins jafnaði Ísland metin og var að verki Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals í Pepsi Max-deildinni. Hægri bakvörðurinn er búinn að vera funheitur fyrir framan markið í Pepsi Max-deildinni að undanförnu og hann heldur bara áfram að skora. Markið kom eftir frábæra sendingu frá Rúnari Má Sigurjónssyni.

Staðan var því miður ekki jöfn í hálfleik því Belgía fékk vítaspyrnu á 37. mínútu. Hólmar Örn Eyjólfsson braut af sér og Lukaku fór á punktinn og skoraði af öryggi.

Ísland var inn í leiknum í seinni hálfleik og við héldum Belgunum að mestu frá marki okkar. Við fengum hins vegar ekki mörg færi til að skora og lokatölur 2-1.

Á heildina litið flott frammistaða hjá íslenska liðinu gegn sterkasta landsliði heims (samkvæmt styrkleikalista FIFA) og þá sérstaklega í ljósi þess hversu marga vantaði í okkar lið.

Nú er þessu landsliðsverkefni lokið og ljóst að við verðum næst í B-deild Þjóðadeildarinnar, sem mun örugglega henta betur í ljósi þess að við höfum tapað öllum okkar leikjum í A-deild.

Í næsta mánuði mætum við Ungverjum í úrslitaleik um sæti á EM. Það er leikurinn sem skiptir öllu máli fyrir okkur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner