Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   mán 14. október 2024 22:01
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnór Ingvi: Mjög auðvelt að hlaupa hliðarlínuna og skoða þetta bara
Icelandair
Arnór Ingvi Traustason
Arnór Ingvi Traustason
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Tyrklandi, 4-2, í B-deild Þjóðadeildar Evrópu á Laugardalsvelli í kvöld í gríðarlega fjörugum leik þar sem umdeild dómgæsla stal sviðsljósinu.


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  4 Tyrkland

„Í 2-2 finnst mér við vera með þá. Eftir mjög opin leik framan af eða seinni hálfleikur var mjög opin og við hleyptum honum upp á köflum í smá vitleysu. Í 2-2 fannst mér við vera með þá en þetta fór sem fór en þetta eru stór mistök sem að kosta okkur en svona er fótboltinn." Sagði Arnór Ingvi Traustason leikmaður Íslenska liðsins eftir leikinn í kvöld.

„Við komumst í 1-0 frekar snemma og höldum í það. Gerum það vel og erum þéttir en í seinni hálfleik fáum við á okkur mark frekar snemma og náum ekki að komast aftur. Þeir fá víti aftur, fá tvö víti og VAR dómar." 

„Þetta var frekar þungt framan af og við hleypum þessu upp í smá vitleysu stundum en eins og ég segi þá 2-2, við náum því inn með því að fara bara aðeins hærra á völlinn og þetta er bara svolítið þungt." 

Dómarar leiksins settu sinn svip á leikinn. 

„Frá mínu sjónarhorni finnst mér þetta fara í hendina á honum. Hann [dómarinn] hefði alveg mátt kíkja í skjáinn og skoða þetta allavega sjálfur og taka svo ákvörðun hvort þetta sé víti eða ekki." 

Dómari leiksins fór tvívegis í skjáinn í atvikum Tyrkja en en var ekki sendur í skjáinn þegar Merih Demiral virðist verja boltann með hendi á línu eftir skot Orra Steins sem var furðuleg ákvörðun miðað við gefna línu í leiknum. 

„Mér finnst það. Maður getur endalaust grenjað yfir þessu og verið fúll og eitthvað en eins og ég segi þá er þetta grautfúlt bara. Hann getur farið og skoðað þetta bara. Það er mjög auðvelt að hlaupa hliðarlínuna og skoða þetta bara."

Nánar er rætt við Arnór Ingva Traustason í spilaranum hér fyrir ofan.


Landslið karla - Þjóðadeild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Wales 6 3 3 0 9 - 4 +5 12
2.    Tyrkland 6 3 2 1 9 - 6 +3 11
3.    Ísland 6 2 1 3 10 - 13 -3 7
4.    Svartfjallaland 6 1 0 5 4 - 9 -5 3
Athugasemdir
banner