Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mán 14. október 2024 22:01
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnór Ingvi: Mjög auðvelt að hlaupa hliðarlínuna og skoða þetta bara
Icelandair
Arnór Ingvi Traustason
Arnór Ingvi Traustason
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Tyrklandi, 4-2, í B-deild Þjóðadeildar Evrópu á Laugardalsvelli í kvöld í gríðarlega fjörugum leik þar sem umdeild dómgæsla stal sviðsljósinu.


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  4 Tyrkland

„Í 2-2 finnst mér við vera með þá. Eftir mjög opin leik framan af eða seinni hálfleikur var mjög opin og við hleyptum honum upp á köflum í smá vitleysu. Í 2-2 fannst mér við vera með þá en þetta fór sem fór en þetta eru stór mistök sem að kosta okkur en svona er fótboltinn." Sagði Arnór Ingvi Traustason leikmaður Íslenska liðsins eftir leikinn í kvöld.

„Við komumst í 1-0 frekar snemma og höldum í það. Gerum það vel og erum þéttir en í seinni hálfleik fáum við á okkur mark frekar snemma og náum ekki að komast aftur. Þeir fá víti aftur, fá tvö víti og VAR dómar." 

„Þetta var frekar þungt framan af og við hleypum þessu upp í smá vitleysu stundum en eins og ég segi þá 2-2, við náum því inn með því að fara bara aðeins hærra á völlinn og þetta er bara svolítið þungt." 

Dómarar leiksins settu sinn svip á leikinn. 

„Frá mínu sjónarhorni finnst mér þetta fara í hendina á honum. Hann [dómarinn] hefði alveg mátt kíkja í skjáinn og skoða þetta allavega sjálfur og taka svo ákvörðun hvort þetta sé víti eða ekki." 

Dómari leiksins fór tvívegis í skjáinn í atvikum Tyrkja en en var ekki sendur í skjáinn þegar Merih Demiral virðist verja boltann með hendi á línu eftir skot Orra Steins sem var furðuleg ákvörðun miðað við gefna línu í leiknum. 

„Mér finnst það. Maður getur endalaust grenjað yfir þessu og verið fúll og eitthvað en eins og ég segi þá er þetta grautfúlt bara. Hann getur farið og skoðað þetta bara. Það er mjög auðvelt að hlaupa hliðarlínuna og skoða þetta bara."

Nánar er rætt við Arnór Ingva Traustason í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner