Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
Andri Lucas: Fannst þetta mjög furðulegt allt saman
Sverrir Ingi: Dómgæslan yfirleitt ekki með Íslendingum í liði
Jói Berg: Fannst það ótrúlegt og ég sagði það við hann
Arnór Ingvi: Mjög auðvelt að hlaupa hliðarlínuna og skoða þetta bara
Hákon Rafn: Það voru kannski stóru mistökin
„Hausinn kominn á einn stað og ég þarf ekki að hugsa um annað utanaðkomandi"
Halldór Snær: Horfi í leið Hákonar og er mjög spenntur að vinna með Óskari
Júlíus Mar: Ætla gera mitt allra besta til að koma KR á toppinn
Erfitt að spila eftir fráfall vinar síns - „Virkilega erfitt að skilja þetta"
Stefán Teitur: Man ekki eftir svona stjórnun hér í langan tíma
Hetja kvöldsins vön að skora utanfótar snuddur - „Ég er náttúrulega bara bakvörður"
Hákon Rafn: Logi maður! Hann tapar ekki á þessum velli
Gylfi Sig: Æfðum á frábæru grasi hjá FH
Valgeir: Hægri kantmaðurinn í Tottenham og þeir kunna öll brögð
Jóhann Berg: Með því betra sem við höfum séð á Laugardalsvelli í mörg ár
Arnór Ingvi: Það voru vel valin orð
Orri Steinn: Búinn að vera kenna honum aðeins upp á herbergi
Jón Dagur: Orðinn pirraður á þeim
Ólafur Ingi: Allir landsleikir mikilvægir
Logi Hrafn: Við vissum að þetta væri erfiður leikur
   mán 14. október 2024 22:01
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnór Ingvi: Mjög auðvelt að hlaupa hliðarlínuna og skoða þetta bara
Icelandair
Arnór Ingvi Traustason
Arnór Ingvi Traustason
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Tyrklandi, 4-2, í B-deild Þjóðadeildar Evrópu á Laugardalsvelli í kvöld í gríðarlega fjörugum leik þar sem umdeild dómgæsla stal sviðsljósinu.


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  4 Tyrkland

„Í 2-2 finnst mér við vera með þá. Eftir mjög opin leik framan af eða seinni hálfleikur var mjög opin og við hleyptum honum upp á köflum í smá vitleysu. Í 2-2 fannst mér við vera með þá en þetta fór sem fór en þetta eru stór mistök sem að kosta okkur en svona er fótboltinn." Sagði Arnór Ingvi Traustason leikmaður Íslenska liðsins eftir leikinn í kvöld.

„Við komumst í 1-0 frekar snemma og höldum í það. Gerum það vel og erum þéttir en í seinni hálfleik fáum við á okkur mark frekar snemma og náum ekki að komast aftur. Þeir fá víti aftur, fá tvö víti og VAR dómar." 

„Þetta var frekar þungt framan af og við hleypum þessu upp í smá vitleysu stundum en eins og ég segi þá 2-2, við náum því inn með því að fara bara aðeins hærra á völlinn og þetta er bara svolítið þungt." 

Dómarar leiksins settu sinn svip á leikinn. 

„Frá mínu sjónarhorni finnst mér þetta fara í hendina á honum. Hann [dómarinn] hefði alveg mátt kíkja í skjáinn og skoða þetta allavega sjálfur og taka svo ákvörðun hvort þetta sé víti eða ekki." 

Dómari leiksins fór tvívegis í skjáinn í atvikum Tyrkja en en var ekki sendur í skjáinn þegar Merih Demiral virðist verja boltann með hendi á línu eftir skot Orra Steins sem var furðuleg ákvörðun miðað við gefna línu í leiknum. 

„Mér finnst það. Maður getur endalaust grenjað yfir þessu og verið fúll og eitthvað en eins og ég segi þá er þetta grautfúlt bara. Hann getur farið og skoðað þetta bara. Það er mjög auðvelt að hlaupa hliðarlínuna og skoða þetta bara."

Nánar er rætt við Arnór Ingva Traustason í spilaranum hér fyrir ofan.


Landslið karla - Þjóðadeild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Tyrkland 4 3 1 0 8 - 3 +5 10
2.    Wales 4 2 2 0 5 - 3 +2 8
3.    Ísland 4 1 1 2 7 - 9 -2 4
4.    Svartfjallaland 4 0 0 4 1 - 6 -5 0
Athugasemdir
banner
banner