
„Eftir mjög erilsama daga þá er hópurinn kominn saman fyrir lokaleikina. Við erum í stöðu að geta komist í úrslitakeppnina," sagði Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Dana, á fréttamannafundi í dag.
Danir eru með sjö stig fyrir lokaleikina tvo og mæta Íslandi á Parken á mogun.
„Ég hef mikla virðingu fyrri íslenska liðinu, ef menn halda að þessi leikur verði auðveldur þá verður það ekki raunin. Við erum klárir í mikinn bardaga."
Hjulmand var spurður út í þær fregnir að Erik Hamren væri að hætta sem landsliðsþjálfari.
„Erik er mjög góð peróna, gæða þjálfari sem ég óska alls hins besta. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og hlakka til að hitta hann á morgun. Ég vissi ekki að hann væri að hætta. Ég var líka búinn að heyra af þeim möguleika að þetta væru síðustu leikir einhverra íslenskra landsliðsmanna," sagði Hjulmand.
Athugasemdir