Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
   þri 14. nóvember 2023 19:47
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild kvenna: Natasha hetjan gegn St. Pölten
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rosengård sem fékk Eintracht Frankfurt í heimsókn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í dag.

Gestirnir frá Frankfurt voru talsvert sterkari aðilinn og tóku forystuna í fyrri hálfleik þegar Tanja Pawollek skoraði.

Guðrún og stöllur gerðu vel að halda sóknarmönnum Frankfurt í skefjum, allt þar til á 84. mínútu þegar Barbara Dunst tvöfaldaði forystuna.

Sænska landsliðskonan Olivia Schough minnkaði muninn í uppbótartíma en nær komst Rosengård ekki og verðskuldaður 1-2 sigur Frankfurt staðreynd.

Liðin mættust í fyrstu umferð riðlakeppninnar, á sama tíma og austurrísku meistararnir í St. Pölten tóku á móti Brann frá Noregi.

Íslenska landsliðskonan Natasha Moraa Anasi byrjaði þar á bekknum hjá norsku gestunum en kom inn á 69. mínútu og reyndist hetjan þegar hún skoraði sigurmark leiksins tíu mínútum síðar.

St. Pölten sló Val úr leik í umspilsleik um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en byrjar riðlakeppnina á tapi á heimavelli.

Brann var talsvert sterkara liðið í leiknum og verðskuldaði sigurinn.

Rosengard 1 - 2 Eintracht Frankfurt
0-1 Tanja Pawollek ('25)
0-2 Barbara Dunst ('84)
1-2 Olivia Schough ('94)

St. Pölten 1 - 2 Brann
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner