Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
   fös 14. nóvember 2025 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þórður Gunnar riftir við Aftureldingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Gunnar Hafþórsson hefur, samkvæmt heimildum Fótbolta.net, rift samningi sínum við Aftureldingu. Óvíst er hvað hann gerir næst á sínum ferli.

Þórður Gunnar, sem kom til Aftureldingar frá Fylki fyrir tæpu ári síðan, skrifaði þá undir tveggja ára samning en þeim samningi hefur verið rift.

Hann er 24 ára hægri kantmaður sem kom við sögu 26 deildarleikjum með nýliðunum á tímabilinu. Hann skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt í ellefu byrjunarliðsleikjum.

Hann er uppalinn hjá Vestra og á alls að baki 248 KSÍ leiki. Í þeim hefur hann skorað 41 mark. Hann lék á sínum tíma níu leiki fyrir yngri landsliðin.

Afturelding endaði í neðsta sæti Bestu deildarinnar og verður í Lengjudeildinni næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner