Newcastle reynir við Guehi og Sesko - Sesko tilbúinn að fara til Newcastle - Liverpool skoðar Íra
Túfa svekktur: Var að hugsa um að við vorum að sigla þessu heim
Jónatan Ingi: Bæði mörkin skrípamörk
Haukur Andri: Hörmulegur fyrri hálfleikur
Lárus Orri: Menn voru staðráðnir í að laga það og þeir gerðu það
Patrick Pedersen: Það var léttir að slá markametið
Fyrirliðinn spilaði óvænt frammi og skoraði tvennu - „Var að setja boltann í netið á æfingu"
Dominic Furness: Væri draumur að fá Tindastól á Laugardalsvöll
Birta Georgs: Hugsa um einn leik í einu og spyrja svo að leikslokum.
Ákvörðun sem kom Matta á óvart - „Ekki mitt að tala um, hann verður að svara fyrir þetta"
Heimsóknin - Kormákur/Hvöt og Ýmir
Viktor skoraði mark sem fékk ekki að standa - „Boltinn fer af mjöðminni minni."
Sveinn Gísli: Ég ætla ekki að jinxa neitt
Sölvi: Þurfum svo sannarlega á honum að halda
Haddi Jónasar: Erum á miklu betri stað núna en við vorum á fyrir tveimur mánuðum
Heimir: Svekktur að taka ekki þrjú stig á heimavelli
Dóri Árna: Það kannast enginn í dómarateyminu við að hafa séð þetta eða dæmt þetta
Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
   fim 14. desember 2023 16:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lublin, Póllandi
Kristófer heillaðist af leikstílnum og genginu: Fullkomið lið fyrir mig
,,Það er frí framundan þannig að menn hafa enga afsökun"
Reyndi hjólhestaspyrnu í leiknum gegn Maccabi.
Reyndi hjólhestaspyrnu í leiknum gegn Maccabi.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Á æfingu í gær.
Á æfingu í gær.
Mynd: Breiðablik
Kristófer Ingi Kristinsson, leikmaður Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net í dag. Blikar undirbúa sig nú fyrri leikinn gegn Zorya Luhansk sem hefst eftir tæpa fjóra tíma.

Leikurinn fer fram á Lublin Arena í Póllandi og er um lokaleik tímabilsins hjá Breiðabliki að ræða. Leikurinn hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma.

„Leikurinn leggst mjög vel í mig, síðustu tveir leikir hafa verið mjög fínir hjá liðinu, verið óheppnir að ná ekki í stig og ég held að þetta gæti verið leikur þar sem við gætum stefnt á að sækja þrjú stig."

„Að mótívera sig fyrir leikinn er mjög auðvelt allavega fyrir mig,. Þetta er seinasti leikur tímabilsins þannig að menn eiga að geta gefið allt í þetta; það er frí framundan þannig að menn hafa enga afsökun."


Kristófer missti af fyrstu leikjum Blika í riðlakeppninni vegna meiðsla.

„Ég komst inn í hlutina í sumar, svo tognaði ég á móti Val og var frá í einhverjar 6-7 vikur og hef verið að ná mér síðan þá. Það var leiðinlegt að detta úr takti. Það hefur verið óheppni hjá mér hvað varðar meiðsli, en maður klárar þennan leik og svo er það bara næsta tímabil sem ég hlakka mikið til líka."

„Skrokkurinn er allur að koma til. Ég tognaði í kálfa og það vantar smá leikform, það er ekki spilað jafnmikið og í sumar."


Kristófer samdi við Breiðablik í félagaskiptaglugganum í sumar. Af hverju valdi hann Breiðablik?

„Það hvernig liðið spilar, hvernig gengið síðustu ár hefur verið og hvernig leikstíllinn er leist mér mjög vel á. Sama með þjálfarastílinn, hann hefur verið mjög sjarmerandi. Ég var að koma heim og held að þetta hafi verið fullkomið lið fyrir mig miðað við hvernig ég spila og annað. Svo er ákveðin gulrót með þetta spennandi Evrópuverkefni. Ég var óheppinn að missa af flestum af þessum leikjum," sagði Kristófer.

Hann lék í sumar sinn fyrsta keppnisleik á Íslandi. Hann er uppalinn í Stjörnunni en hefur leikið með Willem II, Grenoble, Jong PSV, SönderjyskE og Venlo erlendis.

Hann var spurður nánar út í heimkomuna, síðasta tímabil í Hollandi og framhaldið. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner