Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   fim 14. desember 2023 16:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lublin, Póllandi
Kristófer heillaðist af leikstílnum og genginu: Fullkomið lið fyrir mig
,,Það er frí framundan þannig að menn hafa enga afsökun"
Reyndi hjólhestaspyrnu í leiknum gegn Maccabi.
Reyndi hjólhestaspyrnu í leiknum gegn Maccabi.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Á æfingu í gær.
Á æfingu í gær.
Mynd: Breiðablik
Kristófer Ingi Kristinsson, leikmaður Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net í dag. Blikar undirbúa sig nú fyrri leikinn gegn Zorya Luhansk sem hefst eftir tæpa fjóra tíma.

Leikurinn fer fram á Lublin Arena í Póllandi og er um lokaleik tímabilsins hjá Breiðabliki að ræða. Leikurinn hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma.

„Leikurinn leggst mjög vel í mig, síðustu tveir leikir hafa verið mjög fínir hjá liðinu, verið óheppnir að ná ekki í stig og ég held að þetta gæti verið leikur þar sem við gætum stefnt á að sækja þrjú stig."

„Að mótívera sig fyrir leikinn er mjög auðvelt allavega fyrir mig,. Þetta er seinasti leikur tímabilsins þannig að menn eiga að geta gefið allt í þetta; það er frí framundan þannig að menn hafa enga afsökun."


Kristófer missti af fyrstu leikjum Blika í riðlakeppninni vegna meiðsla.

„Ég komst inn í hlutina í sumar, svo tognaði ég á móti Val og var frá í einhverjar 6-7 vikur og hef verið að ná mér síðan þá. Það var leiðinlegt að detta úr takti. Það hefur verið óheppni hjá mér hvað varðar meiðsli, en maður klárar þennan leik og svo er það bara næsta tímabil sem ég hlakka mikið til líka."

„Skrokkurinn er allur að koma til. Ég tognaði í kálfa og það vantar smá leikform, það er ekki spilað jafnmikið og í sumar."


Kristófer samdi við Breiðablik í félagaskiptaglugganum í sumar. Af hverju valdi hann Breiðablik?

„Það hvernig liðið spilar, hvernig gengið síðustu ár hefur verið og hvernig leikstíllinn er leist mér mjög vel á. Sama með þjálfarastílinn, hann hefur verið mjög sjarmerandi. Ég var að koma heim og held að þetta hafi verið fullkomið lið fyrir mig miðað við hvernig ég spila og annað. Svo er ákveðin gulrót með þetta spennandi Evrópuverkefni. Ég var óheppinn að missa af flestum af þessum leikjum," sagði Kristófer.

Hann lék í sumar sinn fyrsta keppnisleik á Íslandi. Hann er uppalinn í Stjörnunni en hefur leikið með Willem II, Grenoble, Jong PSV, SönderjyskE og Venlo erlendis.

Hann var spurður nánar út í heimkomuna, síðasta tímabil í Hollandi og framhaldið. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner