Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   fim 14. desember 2023 16:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lublin, Póllandi
Kristófer heillaðist af leikstílnum og genginu: Fullkomið lið fyrir mig
,,Það er frí framundan þannig að menn hafa enga afsökun"
Reyndi hjólhestaspyrnu í leiknum gegn Maccabi.
Reyndi hjólhestaspyrnu í leiknum gegn Maccabi.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Á æfingu í gær.
Á æfingu í gær.
Mynd: Breiðablik
Kristófer Ingi Kristinsson, leikmaður Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net í dag. Blikar undirbúa sig nú fyrri leikinn gegn Zorya Luhansk sem hefst eftir tæpa fjóra tíma.

Leikurinn fer fram á Lublin Arena í Póllandi og er um lokaleik tímabilsins hjá Breiðabliki að ræða. Leikurinn hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma.

„Leikurinn leggst mjög vel í mig, síðustu tveir leikir hafa verið mjög fínir hjá liðinu, verið óheppnir að ná ekki í stig og ég held að þetta gæti verið leikur þar sem við gætum stefnt á að sækja þrjú stig."

„Að mótívera sig fyrir leikinn er mjög auðvelt allavega fyrir mig,. Þetta er seinasti leikur tímabilsins þannig að menn eiga að geta gefið allt í þetta; það er frí framundan þannig að menn hafa enga afsökun."


Kristófer missti af fyrstu leikjum Blika í riðlakeppninni vegna meiðsla.

„Ég komst inn í hlutina í sumar, svo tognaði ég á móti Val og var frá í einhverjar 6-7 vikur og hef verið að ná mér síðan þá. Það var leiðinlegt að detta úr takti. Það hefur verið óheppni hjá mér hvað varðar meiðsli, en maður klárar þennan leik og svo er það bara næsta tímabil sem ég hlakka mikið til líka."

„Skrokkurinn er allur að koma til. Ég tognaði í kálfa og það vantar smá leikform, það er ekki spilað jafnmikið og í sumar."


Kristófer samdi við Breiðablik í félagaskiptaglugganum í sumar. Af hverju valdi hann Breiðablik?

„Það hvernig liðið spilar, hvernig gengið síðustu ár hefur verið og hvernig leikstíllinn er leist mér mjög vel á. Sama með þjálfarastílinn, hann hefur verið mjög sjarmerandi. Ég var að koma heim og held að þetta hafi verið fullkomið lið fyrir mig miðað við hvernig ég spila og annað. Svo er ákveðin gulrót með þetta spennandi Evrópuverkefni. Ég var óheppinn að missa af flestum af þessum leikjum," sagði Kristófer.

Hann lék í sumar sinn fyrsta keppnisleik á Íslandi. Hann er uppalinn í Stjörnunni en hefur leikið með Willem II, Grenoble, Jong PSV, SönderjyskE og Venlo erlendis.

Hann var spurður nánar út í heimkomuna, síðasta tímabil í Hollandi og framhaldið. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner