Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   mið 15. janúar 2025 23:08
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Inter tapaði stigum á heimavelli
Federico Dimarco kom að báðum mörkum Inter en átti líka sökina í jöfnunarmarki Bologna
Federico Dimarco kom að báðum mörkum Inter en átti líka sökina í jöfnunarmarki Bologna
Mynd: EPA
Inter 2 - 2 Bologna
0-1 Santiago Castro ('15 )
1-1 Denzel Dumfries ('19 )
2-1 Lautaro Martinez ('45 )
2-2 Emil Holm ('64 )

Inter og Bologna gerðu 2-2 jafntefli er liðin mættust í 19. umferð Seríu A á Giuseppe Meazza-leikvanginum í Mílanó á Ítalíu í kvöld.

Mikill kraftur var í gestunum í byrjun leiks. Nikola Moro komst nálægt því að skora snemma leiks er hann lét vaða fyrir utan teig en Yann Sommer var vel staðsettur í markinu og tókst að verja í stöng.

Stuttu síðar skoraði Argentínumaðurinn Santiago Castro með smá heppni er skot hans fór af varnarmanni og lak framhjá Sommer og í netið.

Inter svaraði um hæl. Marcus Thuram keyrði fram völlinn, lagði boltann aftur fyrir sig á Federico Dimarco sem tók skotið, en Lukasz Skorupski varði skotið. Því miður fyrir Skorupski varði hann boltann til hliðar þar sem Denzel Dumfries var mættur í frákastið og skoraði.

Undir lok hálfleiksins kom Lautaro Martínez heimamönnum yfir eftir frábæra fyrirgjöf Dimarco. Vinstri bakvörðurinn var að eiga frábæran leik og var nálægt því að kóróna frammistöðuna með marki en aukaspyrna hans fór rétt framhjá í byrjun síðari hálfleiks.

Hálftíma fyrir leikslok jöfnuðu Bologna-menn og á Dimarco mestu sökina í því marki. Hann náði ekki að skalla frá fyrirgjöf. Riccardo Orsolini nýtti sér það, lagði boltann út á Emil Holm sem skaut föstu skoti í fjærhornið.

Inter fékk færi til að skora sigurmarkið er Mehdi Taremi klúðraði af stuttu færi. Lokatölur í Mílanó, 2-2, og er Inter í 2. sæti með 44 stig, þremur stigum frá toppliði Napoli, en Bologna í 8. sæti með 30 stig.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 17 13 0 4 38 15 +23 39
2 Milan 17 11 5 1 28 13 +15 38
3 Napoli 17 12 1 4 26 13 +13 37
4 Juventus 19 10 6 3 27 16 +11 36
5 Roma 19 12 0 7 22 12 +10 36
6 Como 18 9 6 3 26 12 +14 33
7 Bologna 17 7 5 5 25 17 +8 26
8 Atalanta 18 6 7 5 21 19 +2 25
9 Lazio 18 6 6 6 18 14 +4 24
10 Sassuolo 19 6 5 8 23 25 -2 23
11 Torino 18 6 5 7 20 28 -8 23
12 Udinese 18 6 4 8 18 29 -11 22
13 Cremonese 18 5 6 7 18 21 -3 21
14 Cagliari 18 4 6 8 19 25 -6 18
15 Parma 17 4 6 7 12 19 -7 18
16 Lecce 18 4 5 9 12 25 -13 17
17 Genoa 18 3 6 9 18 28 -10 15
18 Fiorentina 18 2 6 10 18 28 -10 12
19 Verona 17 2 6 9 13 28 -15 12
20 Pisa 19 1 9 9 13 28 -15 12
Athugasemdir
banner