Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 15. janúar 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðræður á milli West Ham og Nottingham Forest hafnar
Taiwo Awoniyi.
Taiwo Awoniyi.
Mynd: Getty Images
Viðræður eru hafnar á milli West Ham og Nottingham Forest um sóknarmanninn Taiwo Awoniyi.

Það er algjört forgangsmál hjá West Ham að kaupa framherja þar sem Michail Antonio og Niclas Füllkrug eru báðir að glíma við meiðsli.

Awoniyi hefur aðeins byrjað tvo úrvalsdeildarleiki með Forest á tímabilinu en hann hefur oft komið inn af bekknum. Chris Wood hefur algjörlega tekið sæti hans.

Awoniyi er 27 ára gamall frá Nígeríu og skoraði sex mörk í 20 leikjum á síðasta úrvalsdeildartímabili. Fyrir það gerði hann tíu mörk í 27 deildarleikjum með Forest tímabilið 2022-23.

West Ham ætlar að reyna að fá Awoniyi en hann er samningsbundinn Forest til 2027.
Athugasemdir
banner
banner
banner