Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   mán 15. febrúar 2016 14:43
Elvar Geir Magnússon
KR hafnaði öðru tilboði Norrköping í Hólmbert
Hólmbert Aron Friðjónsson.
Hólmbert Aron Friðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR hefur hafnað öðru tilboði frá sænska félaginu Norrköping í Hólmbert Aron Friðjónsson samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Hólmbert æfði nýverið með Norrköping og vill sænska félagið fá framherjann í sínar raðir.

Norrköping lagði fram tilboð í kjölfarið sem KR-ingar höfnuðu og hafa þeir nú hafnað tveimur tilboðum frá sænska félaginu.

Hinn 22 ára gamli Hólmbert kom til KR síðastliðið sumar eftir að hafa verið á mála hjá Celtic í tæp tvö ár. Á þeim tíma lék hann einnig með Bröndby á láni.

Hólmbert er uppalinn hjá HK en hann spilaði með Fram frá 2011 til ársins 2013 þegar Celtic keypti hann.

Framtíð annars sóknarmanns KR er einnig í óvissu en eins og við greindum frá í morgun hefur KR fengið nokkur tilboð í Gary Martin.
Athugasemdir
banner
banner
banner