Karim Benzema var frábær í sigri Al-Ittihad gegn Al-Wehda í sádí arabísku deildinni í kvöld.
Hann lagði upp fyrsta mark leiksins og kom liðinu í 2-1 áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.
Steven Bergwijn skoraði þriðja mark liðsins áður en Houssem Aouar innsiglaði 4-1 sigur liðsins undir lokin eftir undirbúning Benzema.
Al-Ittihad styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar með þessum sigri. Liðið er með fjögurra stiga forystu á Al-Hilal sem gerði jafntefli gegn Al-Riyadh í gær.
Athugasemdir