Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
   lau 15. febrúar 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Titilslagur í Leverkusen
Mynd: EPA
Það eru fimm leikir á dagskrá í þýska boltanum í dag þar sem stórleikur helgarinnar og í raun stærsti leikur tímabilsins fer fram í Leverkusen.

Ríkjandi Þýskalandsmeistarar taka þar á móti toppliði FC Bayern og þurfa sigur til að halda í við stórveldið í titilbaráttunni. Bayern er með átta stiga forystu sem stendur og getur Leverkusen minnkað hana niður í fimm stig með sigri.

Stuttgart tekur þá á móti Wolfsburg í spennandi leik í Evrópubaráttunni á meðan Borussia Dortmund heimsækir botnlið Bochum. Dortmund er dottið niður í neðri hluta deildarinnar en er aðeins fimm stigum frá Evrópusæti.

Union Berlin spilar þá við Borussia Mönchengladbach og nýliðar St. Pauli taka á móti Freiburg.

Leikir dagsins
14:30 Stuttgart - Wolfsburg
14:30 Union Berlin - Gladbach
14:30 Bochum - Dortmund
14:30 St. Pauli - Freiburg
17:30 Leverkusen - Bayern
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 26 19 5 2 75 24 +51 62
2 Leverkusen 26 16 8 2 59 33 +26 56
3 Mainz 26 13 6 7 44 28 +16 45
4 Eintracht Frankfurt 26 13 6 7 54 40 +14 45
5 RB Leipzig 26 11 9 6 41 33 +8 42
6 Freiburg 26 12 6 8 36 38 -2 42
7 Gladbach 26 12 4 10 43 40 +3 40
8 Wolfsburg 26 10 8 8 49 40 +9 38
9 Augsburg 26 10 8 8 29 35 -6 38
10 Stuttgart 26 10 7 9 47 43 +4 37
11 Dortmund 26 10 5 11 45 41 +4 35
12 Werder 26 9 6 11 40 53 -13 33
13 Union Berlin 26 7 6 13 23 39 -16 27
14 Hoffenheim 26 6 8 12 32 48 -16 26
15 St. Pauli 26 7 4 15 20 30 -10 25
16 Bochum 26 5 5 16 27 52 -25 20
17 Heidenheim 26 5 4 17 31 52 -21 19
18 Holstein Kiel 26 4 5 17 38 64 -26 17
Athugasemdir
banner
banner