Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   lau 15. mars 2025 17:08
Brynjar Ingi Erluson
England: Brighton náði í stig á Etihad - Elanga með tvö í sigri Forest
Khusanov skoraði sjálfsmark
Khusanov skoraði sjálfsmark
Mynd: EPA
Jake O'Brien náði í stig fyrir Everton
Jake O'Brien náði í stig fyrir Everton
Mynd: Everton
Anthony Elanga skoraði tvö fyrir Forest
Anthony Elanga skoraði tvö fyrir Forest
Mynd: EPA
Englandsmeistarar Manchester City gerðu 2-2 jafntefli við Brighton í 29. umferð ensku úrvalsdeildarinnar Etihad-leikvanginum í Manchester í dag. Sænski landsliðsmaðurinn Anthony Elanga skoraði þá tvö mörk er Nottingham Forest vann Ipswich Town, 3-1, á Portman Road.

Erling Braut Haaland skoraði 21. deildarmark sitt á tímabilinu á 11. mínútu úr vítaspyrnu eftir að Omar Marmoush var tekinn niður í teignum.

Þetta var 100. markið sem Haaland kemur að fyrir Man City í deildinni, en alls hefur hann skorað 94 mörk og gefið sex stoðsendingar og sá fyrsti í sögunni sem nær þessum áfanga í færri en hundrað leikjum.

Tíu mínútum síðar jöfnuðu Brighton-menn með marki Pervis Estupinan úr aukaspyrnu. Veggur Man City var illa stilltur og setti Estupinan boltann vinstra megin við hann í stöng og inn. Stefan Ortega hreyfði sig varla af línunni.

Man City komst aftur í forystu á 39. mínútu er Marmoush skoraði með stórkostlegu skoti fyrir utan teig í vinstra hornið. Hann náði þokkalegum krafti í skotið eftir sendingu frá Ilkay Gündogan.

Egyptinn heldur betur komið öflugur inn í lið Man City síðan hann kom frá Eintracht Frankfurt í janúarglugganum.

Ekkert að sóknarleiknum en það er varnarleikurinn sem heldur áfram að stríða meisturunum. Abdukodir Khusanov setti boltann í eigið net snemma í síðari hálfleik eftir hornspyrnu.

Átta mínútum fyrir leikslok gat Carlos Baleba komið Brighton í forystu eftir hraða sókn. Boltinn kom inn á teiginn og mætti Baleba á ferðinni, einn á móti marki, en setti boltann yfir markið.

Jafntefli niðurstaðan á Etihad. Úrslit sem gera lítið fyrir liðin en Man City er í 5. sæti með 48 stig á meðan Brighton er í 7. sæti með 47 stig.

Everton og West Ham skildu jöfn, 1-1, á Goodison Park.

Tomas Soucek gerði mark West Ham á 67. mínútu. Hann fékk boltann frá Jarrod Bowen og var í virkilega þröngu færi í miðjum teignum en náði að einhvern veginn að leggja boltann neðst í hægra hornið.

Allt stefndi í sigur West Ham en Jake O'Brien hélt ekki. Everton pressaði og var það Idrissa Gana Gueye sem fékk boltann úti hægra megin, kom með skot eða hálfgerða fyrirgjöf, erfitt að segja til um hvað hann hafi verið að reyna, en boltinn hitti beint á O'Brien sem stangaði boltanum í netið.

Írinn tryggði Everton stig og er liðið nú 17 stigum fyrir ofan fallsæti í 14. sætinu eins og West Ham sem er hins vegar tveimur sætum neðar.

Nottingham Forest vann nýliða Ipswich, 4-2, þar sem Anthony Elanaga átti stórleik.

Forest komst á bragðið með marki frá Nikola Milenkovic á 35. mínútu og hömruðu Forest menn járnið meðan það var heitt með því að bæta við öðru tveimur mínútum síðar eftir laglegt skot Elanga.

Vængmaðurinn bætti við öðru stuttu fyrir hálfleik er hann hljóp á langa sendingu Milenkovic og Forest með 3-0 forystu í hálfleik.

Ipswich náði ekki að minnka muninn fyrr en á 82. mínútu er Justin Cajuste setti boltann í netið, en Jota Silva svaraði með fjórða marki Forest nokkrum mínútum síðar.

George Hirst gerði annað sárabótarmark fyrir Ipswich á þriðju mínútu í uppbótartíma en lengra komust heimamenn ekki og lokatölur 4-2 Forest í vil.

Forest er með 54 stig í 3. sæti og stutt í að Meistaradeildardraumurinn verði að veruleika en Ipswich í 18. sæti með 17 stig.

Wolves vann þá 2-1 sigur á Southampton í fallbaráttuslag. Jörgen Strand Larsen kom Úlfunum í tveggja marka forystu með mörkum á 19. og 47. mínútu en Paul Onuachu með eina mark Southampton á 75. mínútu.

Southampton er áfram á botninum með 9 stig en Úlfarnir í 17. sæti með 26 stig.

Everton 1 - 1 West Ham
0-1 Tomas Soucek ('67 )
1-1 Jake O'Brien ('90 )

Ipswich Town 2 - 4 Nott. Forest
0-1 Nikola Milenkovic ('35 )
0-2 Anthony Elanga ('37 )
0-3 Anthony Elanga ('41 )
1-3 Jens-Lys Cajuste ('82 )
1-4 Jota Silva ('87 )
2-4 George Hirst ('90 )

Manchester City 2 - 2 Brighton
1-0 Erling Haaland ('11 , víti)
1-1 Pervis Estupinan ('21 )
2-1 Omar Marmoush ('39 )
2-2 Abdukodir Khusanov ('48 , sjálfsmark)

Southampton 1 - 2 Wolves
0-1 Jorgen Strand Larsen ('19 )
0-2 Jorgen Strand Larsen ('47 )
1-2 Paul Onuachu ('75 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner