Liverpool datt í gær úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tap í einvíginu gegn Real Madrid í 8-liða úrslitum.
Liverpool tapaði 3-1 í fyrri leiknum í Madrid og í gær gerðu liðin markalaust jafntefli.
Liverpool tapaði 3-1 í fyrri leiknum í Madrid og í gær gerðu liðin markalaust jafntefli.
Jurgen Klopp horfir á þrðja mark Real í fyrri leiknum sem stærstu vonbrigðin.
„Þriðja markið í Madrid eru raunverulegu vonbrigðin. Ef við hefðum svo náð að skora á fyrsta korterinu í dag þá hefði leikurinn getað þróast öðruvísi."
„Við verðum að vera í þessari keppni á næstu leiktíð. Við erum Liverpool og við elskum þessa keppni. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur," sagði stjóri Liverpool eftir leikinn í gær.
Vinicius Junior skoraði þriðja mark Real eftri að Mo Salah hafði minnkað muninn í 2-1 um stundarfjórðungi áður.
Athugasemdir