Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   lau 15. júní 2024 18:51
Ívan Guðjón Baldursson
Forest ætlar að virkja söluákvæðið fyrir Carlos Miguel
Mynd: Getty Images
Nottingham Forest ætlar að krækja sér í Carlos Miguel, markvörð Corinthians í brasilíska boltanum, á næstu dögum.

Miguel er 25 ára gamall og var hann varamarkvörður Corinthians þar til fyrir skömmu.

Miguel hefur verið stórkostlegur á milli stanga Corinthians síðustu vikur og ætlar Forest að virkja kaupákvæðið í samningi hans eftir leik liðsins gegn Sao Paulo annað kvöld.

Miguel er aðeins með 4 milljón evru riftunarákvæði og það virðist allt benda til þess að hann muni skipta yfir í enska boltann í sumar.

Hjá Forest mun Miguel berjast við Matz Sels um byrjunarliðssæti, en Odysseas Vlachodimos og Matt Turner eru einnig í hópnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner