Það fóru tveir leikir fram í Bestu deild karla í gærkvöldi þar sem fallbaráttulið ÍBV og ÍA sigruðu Stjörnuna og KR naumlega í heimaleikjum.
Viðureignin í Vestmannaeyjum var afar bragðdauf en fyrirliðinn Alex Freyr Hilmarsson skoraði eina mark leiksins af stuttu færi eftir góðan undirbúning frá Sverri Páli Hjaltested með skalla.
Það var meira fjör í leiknum á Akranesi þar sem Skagamenn voru nokkuð heppnir að hafa betur þegar uppi var staðið, en Ísak Máni Guðjónsson kom inn af bekknum og skoraði eina mark leiksins skömmu síðar.
Ísak Máni skoraði eftir frábæran undirbúning frá fyrirliðanum Rúnari Má Sigurjónssyni. Hann gerði virkilega vel að klára færið með að klobba Halldór Snæ Georgsson markvörð KR.
ÍBV er þremur stigum frá fallsæti eftir sigurinn á meðan Skagamenn klifra upp af botninum. Þeir eru með jafn mörg stig og botnlið KA en með ögn betri markatölu.
Mörkin má sjá hér fyrir neðan.
Alex Freyr skoraði sigurmark ÍBV gegn Stjörnunni! ????
— Besta deildin (@bestadeildin) July 14, 2025
ÍBV - Stjarnan | #bestadeildin pic.twitter.com/mtSxK4XwhY
Ísak Máni skoraði mikilvægt sigurmark Skagamanna! ????
— Besta deildin (@bestadeildin) July 14, 2025
ÍA - KR | #bestadeildin pic.twitter.com/H1ITJdmpMa
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 14 | 9 | 3 | 2 | 26 - 14 | +12 | 30 |
2. Valur | 14 | 8 | 3 | 3 | 37 - 19 | +18 | 27 |
3. Breiðablik | 14 | 8 | 3 | 3 | 26 - 20 | +6 | 27 |
4. Fram | 14 | 7 | 1 | 6 | 22 - 18 | +4 | 22 |
5. Stjarnan | 15 | 6 | 3 | 6 | 25 - 26 | -1 | 21 |
6. Vestri | 14 | 6 | 1 | 7 | 13 - 13 | 0 | 19 |
7. FH | 15 | 5 | 3 | 7 | 25 - 20 | +5 | 18 |
8. Afturelding | 14 | 5 | 3 | 6 | 17 - 19 | -2 | 18 |
9. ÍBV | 15 | 5 | 3 | 7 | 14 - 21 | -7 | 18 |
10. KR | 15 | 4 | 4 | 7 | 35 - 37 | -2 | 16 |
11. ÍA | 15 | 5 | 0 | 10 | 16 - 32 | -16 | 15 |
12. KA | 15 | 4 | 3 | 8 | 14 - 31 | -17 | 15 |
Athugasemdir