Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
   sun 13. júlí 2025 16:47
Brynjar Ingi Erluson
Hafnar tilboðum frá Sádi-Arabíu
Mynd: EPA
Ítalski sóknarmaðurinn Moise Kean hefur hafnað tilboðum frá félögum í Sádi-Arabíu og er nú á leið í samningaviðræður við Fiorentina en það er Gianluca Di Marzio sem segir frá þessu í dag.

Kean átti stórkostlegt tímabil með Fiorentina þar sem hann skoraði 25 mörk í öllum keppnum.

Sádi-arabíska félagið Al Quadsiah sendi Kean og föruneyti hans veglegt tilboð sem stóð á borðinu í margar vikur áður en Kean hafnaði því.

Al Hilal hafði einnig verulegan áhuga á að kaupa hann í þessum glugga en Kean, sem er 25 ára gamall, var ekki áhugasamur um að fara til Sádi-Arabíu á þessum tímapunkti ferilsins og sérstaklega þegar HM er á næsta leiti.

Di Marzio segir að Kean vilji vera áfram hjá Fiorentina á komandi leiktíð og sé á leið í samningaviðræður. Hann þénar nú um 2,2 milljónir evra í árslaun, en samkvæmt Di Marzio vill hann hækka þann pakka upp í 4 milljónir á ári.

Kean er í miklum metum hjá Fiorentina og hefur verið greint frá því að Stefano Pioli, nýr þjálfari liðsins, ætli sér að byggja liðið í kringum hann, Albert Guðmundsson og David De Gea.
Athugasemdir
banner