Sky Sports segir í dag að Manchester United geri ráð fyrir því að Barcelona muni hafa samband á næstunni vegna enska framherjans Marcus Rashford.
Spænska félagið hefur mikinn áhuga á að landa Rashford í sumar eftir að hafa misst af nokkrum skotmörkum í glugganum.
Nico Williams valdi að vera áfram hjá Athletic Bilbao og þá er Luis Díaz, leikmaður Liverpool, of dýr.
Sky segir að Barcelona ætli að fá Rashford á láni út tímabilið með möguleika á að kaupa hann, en spænska félagið er nú að vinna hörðum höndum bak við tjöldin til þess að ná samkomulagi við Englendinginn.
Á næstunni mun Barcelona setja sig í samband við Man Utd og vonandi ná samkomulagi.
Rashford, sem er 27 ára gamall, eyddi seinni hluta síðasta tímabils á láni hjá Aston Villa. Hann er ekki í framtíðaráhorfum Ruben Amorim hjá Man Utd og hefur verið tjáð að hann megi finna sér nýtt félag.
Athugasemdir