Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
banner
   sun 13. júlí 2025 15:30
Brynjar Ingi Erluson
Verður Nunez áfram hjá Liverpool?
Mynd: EPA
Ítalski miðillinn Corriere dello Sport segir það ekki útilokað að Darwin Nunez verði áfram í herbúðum Liverpool þegar glugginn lokar í byrjun september.

Napoli hefur átt í viðræðum við Liverpool um kaup á Nunez, sem er sagður efstur á óskalista Antonio Conte fyrir tímabilið.

Ítalska félagið lagði fram 55 milljóna evra tilboð í Nunez á dögunum sem Liverpool hafnaði, en enska félagið vill 60 milljónir og haggast það ekki þegar það kemur að verðmiðanum.

Corriere dello Sport segir að umboðsmaður Nunez muni hitta stjórn Napoli á morgun til að ræða framhaldið.

Samkvæmt miðlinum er verðmiðinn ekki það eina sem stendur í vegi fyrir því að Nunez fari til Napoli, en hann vill einnig fá sex milljónir evra í árslaun.

Það er því alls ekki útilokað að Nunez taki annað tímabil með Liverpool.

Nunez er 26 ára gamall og komið að 41 marki í 95 deildarleikjum sínum með Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner