Aston Villa er farið að undirbúa líf eftir Ollie Watkins sem er orðaður við Manchester United og fleiri félög í ensku úrvalsdeildinni, en efstur á óskalista Villa er spænski sóknarmaðurinn Samu Aghehowa, sem er á mála hjá Porto í Portúga.
Það hefur lengi vel verið í umræðunni að Watkins, sem er 29 ára gamall, gæti farið frá Villa.
Arsenal reyndi að fá hann í janúarglugganum en Villa hafnaði öllum tilboðum, enda ekki opið fyrir því að selja lykilmann á miðju tímabili, en nú er Watkins orðaður við Man Utd.
A Bola segir að Villa sé meðvitað um að Watkins gæti farið í sumar og ætlar það að vera vel undirbúið.
Miðillinn heldur því fram að Villa hafi áhuga á því að fá Aghehowa frá Porto.
Aghehowa er 21 árs gamall framherji eyddi tímabilinu á láni hjá Porto frá Atlético Madríd, en 30 milljóna evra kaupákvæði var í samningi leikmannsins sem Porto nýtti og gæti félagið nú selt hann með margföldum hagnaði.
Hann skoraði 19 deildarmörk með Porto á tímabilinu, en samkvæmt A Bola mun Porto ekki hlusta á tilboð undir 70 milljónum punda.
Allt veltur þetta auðvitað á því hvort Watkins fari eða ekki, en það mun líklega ekki ráðast strax. Man Utd, sem er talið leiða kapphlaupið um Watkins, þarf að selja leikmenn til þess að fjármagna kaup á nýjum framherja.
Athugasemdir