Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
   sun 13. júlí 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Siggi tjáði sig um Greko Jakobsen - Þór skoðar innanlandsmarkaðinn
Lengjudeildin
Greko Jakobsen
Greko Jakobsen
Mynd: Þór
Þór nældi í nýjan leikmann á föstudaginn en sá heitir Christian Jakobsen, kallaður Greko. Hann gekk til liðs við félagið frá danska liðinu Hvidovre.

Hann er 32 ára sóknarmaður en Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, var spurður út í leikmanninn eftir sigur liðsins gegn Leikni í Lengjudeildinni í gær.

„Hann er sóknarþenkjandi leikmaður, getur leyst margar stöður, með mikla reynslu úr danska boltanum. Flottur sóknarleikmaður sem á eftir að gera þrusuvel fyrir okkur."

Þór vill styrkja sig enn frekar á markaðnum og skoðar það að fá leikmenn frá íslenskum liðum.

„Það er opið að sækja einn til tvo í viðbót. Það verður ekki erlendis frá. Það verður eitthvað sem við kroppum í hérna innanlands," sagði Siggi.
Athugasemdir
banner
banner