Brynjar Ingi Bjarnason, Viðar Ari Jónsson og félagar í Ham/Kam töpuðu fyrir Rosenborg, 2-0, í norsku úrvalsdeildinni í dag. Ham/Kam hefur ekki unnið deildarleik síðan í lok maí.
Brynjar var eins og venjulega í miðri vörn hjá Ham/Kam á meðan Viðar Ari þurfti að dúsa allan leikinn á bekknum.
Ísak Snær Þorvaldsson er á mála hjá Rosenborg, en var á dögunum lánaður til danska B-deildarliðsins Lyngby og því ekki í hóp í þessum leik.
Tapið hjá Ham/Kam var það sjötta á tímabilinu en liðið vann síðast leik gegn Strömsgodset þann 31. maí og er sem stendur í 14. sæti með aðeins 13 stig.
Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn af bekknum hjá Sarpsborg í markalausu jafntefli gegn Kristiansund. Sarpsborg er í 6. sæti með 21 stig.
Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði Herthu Berlin sem tapaði fyrir Bröndby, 1-0, í æfingaleik. Hann spilaði 72 mínútur áður en honum var skipt af velli.
Athugasemdir