Luka Modric hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Real Madrid en samningurinn hans rann út eftir HM félagsliða.
Þessi 39 ára gamli króatíski miðjumaður hefur verið leikmaður Real Madrid frá 2012 en hann gekk til liðs við félagið frá Tottenham.
„Þetta er ekki kveðjustund, sjáumst síðar," skrifaði Modric á Instagram síðu sína.
Modric lék 597 leiki fyrir Real og skoraði 43 mörk. Hann er nú sagður á leið til AC Milan og mun skrifa undir eins árs samning.
Athugasemdir